Bíl ekið á hóp fólks í München

Tuttugu og sjö hið minnsta eru slasaðir, þar af tveir alvarlega, eftir að bíl var ekið á hóp fólks í München í Þýskalandi í morgun. Ökumaður bílsins er tuttugu og fjögurra ára hælisleitandi frá Afganistan. Hann var handtekinn á staðnum og segir lögreglan að svo virðist sem maðurinn hafi gert þetta af ásettu ráði.

14
01:13

Vinsælt í flokknum Fréttir