Bjartsýni í meirihlutaviðræðum í borginni
Bjartsýni ríkti í meirihlutaviðræðum í borginni í dag að sögn oddvita Sósíalista. Húsnæði var mál dagsins og rætt um að keyra framkvæmdir í gang. Oddviti Flokks fólksins býst ekki við að viðræðum ljúki fyrir næsta borgarstjórnarfund.