Sport

Tyson Fury snýr aftur í apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyson Fury ætlar að snúa aftur í hringinn í apríl eftir að hann hætti við að hætta.
Tyson Fury ætlar að snúa aftur í hringinn í apríl eftir að hann hætti við að hætta. Getty/Anthony Devlin

Tyson Fury, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, snýr aftur í hringinn og mun mæta Arslanbek Makhmudov í Bretlandi þann 11. apríl næstkomandi. Með þessu hættir Fury við að hætta og bindur þar með enda á nýjasta tímabil sitt utan hringsins.

Bardaginn, sem verður sýndur á Netflix, verður sá fyrsti hjá Fury síðan hann tapaði gegn Oleksandr Usyk í desember 2024.

Bretinn, sem er 37 ára, lagði hanskana á hilluna mánuði eftir tapið en tilkynnti endurkomu sína í hnefaleika fyrr í þessum mánuði.

„Ég er spenntur fyrir því að vera kominn aftur,“ sagði Fury.

„Hjartað hefur alltaf verið og verður alltaf í hnefaleikunum. Einhver verður að segja kónginum að ásinn sé kominn aftur,“ sagði Fury.

Rússinn Makhmudov, 36 ára, hefur unnið 21 af 23 bardögum sínum og sigraði Bretann Dave Allen í síðasta bardaga sínum í október.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×