Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. janúar 2026 20:02 Arcane Roots, bresk jaðarrokkhljómsveit, snýr aftur með stæl. Aðsend Samstarf sem hófst í Reykjavík varð kveikjan að endurkomu einnar þekktustu jaðarrokkhljómsveitar Bretlands, Arcane Roots. Þar er íslenski tónlistarmaðurinn Bjarni Biering í lykilhlutverki en blaðamaður tók púlsinn á honum og hljómsveitinni. Bjarni Biering á óvæntan þátt í endurvakningu Arcane Roots, einnar þekktustu jaðarrokkhljómsveitar Bretlands. Sveitin hefur nú snúið aftur eftir rúmlega sjö ára hlé með nýju lagi, alþjóðlegri umfjöllun og stórum tónleikabókunum sumarið 2026. Örlagaríkt á Íslandi Bjarni flutti aftur til Íslands árið 2019 eftir átta ár í Bretlandi. Sama ár flutti Andrew Groves, söngvari og gítarleikari Arcane Roots, einnig til landsins. Tilviljun réði því að þeir urðu stúdíónágrannar í sameiginlegu vinnurými á Granda í Reykjavík, aðeins nokkrum vikum áður en heimsfaraldur kóvid-19 setti tónleikahald og stóran hluta tónlistarlífsins á ís. Samstarfið hófst algjörlega óplanað. Strákarnir hittust daglega, ræddu tónlist og unnu saman í rólegheitum. Smám saman varð ljóst að þar var eitthvað stórt þarna að fæðast. „Við vorum ekki að leita að einhverri endurkomu,“ segir Bjarni. „Við vorum bara að vinna saman og fylgja því sem var að gerast.“ Áttu erindi út í heim aftur Arcane Roots höfðu lagt starfsemi sína á hilluna árið 2018 eftir áralangan feril, mikla tónleikavinnu og þrjár útgáfur sem nutu mikillar virðingar innan jaðartónlistarsenunnar í Bretlandi. Meðlimir Arcane Roots eru spenntir að stíga aftur á svið.Aðsend Samstarf Andrew og Bjarna varð að lokum kveikjan að því að sveitin tók aftur höndum saman, nú í breyttri mynd. Með endurvakningunni snýr hljómsveitin aftur sem fimm manna sveit, þar á meðal er stofnmeðlimurinn Daryl Atkins, sem snýr aftur eftir fjarveru. „Þetta byrjaði bara sem einhver forvitni,“ segir Andrew. „Eftir því sem leið á varð ómögulegt að horfa fram hjá því að við vorum komin með eitthvað sem átti erindi aftur út í heim.“ Frumsýnt á BBC Fyrsta afurð þessa nýja kafla er lagið A Wave, Across The Sea, sem kom út 27. janúar. Lagið var frumflutt á BBC Radio 1 Rock Show og markar fyrstu nýju útgáfu sveitarinnar síðan 2018. Um er að ræða sex mínútna langt lag sem þróast stöðugt og forðast hefðbundið lagform, í takt við þann metnað sem Arcane Roots hefur verið þekkt fyrir. Hér má sjá myndbandið: „Viðtökurnar hafa verið frábærar. Lagið situr ný í 7. sæti á iTunes Alternative Music Top10 listanum yfir seldar niðurhöl, hljómsveitin prýðir forsíðu Upset Magazine, og hefur jafnframt fengið umfjöllun í Kerrang! og NME.“ Engin nostalgía bara framþróun Samhliða útgáfunni hefur Arcane Roots verið tilkynnt sem aðalatriði á 2000trees Festival í Bretlandi þann 10. júlí, auk þess sem sveitin kemur fram á ArcTanGent Festival í lok ágúst. Um er að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar í langan tíma og markar þetta formlega endurkomu hennar á svið. „Endurvakning Arcane Roots á rætur sínar að rekja til tilviljunar og tíma sem gaf svigrúm til að skapa án utanaðkomandi þrýstings. Úr varð nýr kafli sem var ekki knúinn áfram af nostalgíu, heldur af sameiginlegri þörf fyrir að gera hlutina aftur, á eigin forsendum,“ segja strákarnir að lokum. Hér má hlusta á Arcane Roots á streymisveitunni Spotify. Tónlist Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Högni hjálpar fólki að slaka á Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Bjarni Biering á óvæntan þátt í endurvakningu Arcane Roots, einnar þekktustu jaðarrokkhljómsveitar Bretlands. Sveitin hefur nú snúið aftur eftir rúmlega sjö ára hlé með nýju lagi, alþjóðlegri umfjöllun og stórum tónleikabókunum sumarið 2026. Örlagaríkt á Íslandi Bjarni flutti aftur til Íslands árið 2019 eftir átta ár í Bretlandi. Sama ár flutti Andrew Groves, söngvari og gítarleikari Arcane Roots, einnig til landsins. Tilviljun réði því að þeir urðu stúdíónágrannar í sameiginlegu vinnurými á Granda í Reykjavík, aðeins nokkrum vikum áður en heimsfaraldur kóvid-19 setti tónleikahald og stóran hluta tónlistarlífsins á ís. Samstarfið hófst algjörlega óplanað. Strákarnir hittust daglega, ræddu tónlist og unnu saman í rólegheitum. Smám saman varð ljóst að þar var eitthvað stórt þarna að fæðast. „Við vorum ekki að leita að einhverri endurkomu,“ segir Bjarni. „Við vorum bara að vinna saman og fylgja því sem var að gerast.“ Áttu erindi út í heim aftur Arcane Roots höfðu lagt starfsemi sína á hilluna árið 2018 eftir áralangan feril, mikla tónleikavinnu og þrjár útgáfur sem nutu mikillar virðingar innan jaðartónlistarsenunnar í Bretlandi. Meðlimir Arcane Roots eru spenntir að stíga aftur á svið.Aðsend Samstarf Andrew og Bjarna varð að lokum kveikjan að því að sveitin tók aftur höndum saman, nú í breyttri mynd. Með endurvakningunni snýr hljómsveitin aftur sem fimm manna sveit, þar á meðal er stofnmeðlimurinn Daryl Atkins, sem snýr aftur eftir fjarveru. „Þetta byrjaði bara sem einhver forvitni,“ segir Andrew. „Eftir því sem leið á varð ómögulegt að horfa fram hjá því að við vorum komin með eitthvað sem átti erindi aftur út í heim.“ Frumsýnt á BBC Fyrsta afurð þessa nýja kafla er lagið A Wave, Across The Sea, sem kom út 27. janúar. Lagið var frumflutt á BBC Radio 1 Rock Show og markar fyrstu nýju útgáfu sveitarinnar síðan 2018. Um er að ræða sex mínútna langt lag sem þróast stöðugt og forðast hefðbundið lagform, í takt við þann metnað sem Arcane Roots hefur verið þekkt fyrir. Hér má sjá myndbandið: „Viðtökurnar hafa verið frábærar. Lagið situr ný í 7. sæti á iTunes Alternative Music Top10 listanum yfir seldar niðurhöl, hljómsveitin prýðir forsíðu Upset Magazine, og hefur jafnframt fengið umfjöllun í Kerrang! og NME.“ Engin nostalgía bara framþróun Samhliða útgáfunni hefur Arcane Roots verið tilkynnt sem aðalatriði á 2000trees Festival í Bretlandi þann 10. júlí, auk þess sem sveitin kemur fram á ArcTanGent Festival í lok ágúst. Um er að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar í langan tíma og markar þetta formlega endurkomu hennar á svið. „Endurvakning Arcane Roots á rætur sínar að rekja til tilviljunar og tíma sem gaf svigrúm til að skapa án utanaðkomandi þrýstings. Úr varð nýr kafli sem var ekki knúinn áfram af nostalgíu, heldur af sameiginlegri þörf fyrir að gera hlutina aftur, á eigin forsendum,“ segja strákarnir að lokum. Hér má hlusta á Arcane Roots á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Högni hjálpar fólki að slaka á Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira