Veður

Þurrt og bjart víða um landið

Jón Þór Stefánsson skrifar
Strá í fjöru. Myndin er úr safni.
Strá í fjöru. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Hæðarsvæði fyrir norðan land, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Það veldur því að lægðirnar sunnan lands þrýsta á móti hæðinni og má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en hægari annars staðar.

Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar.

„Skúrir eða él á stangli suðaustantil og á sunnanverðum Austfjörðum verður megin uppistaðan af þeirri úrkomu sem fellur næstur daga. Einhver minniháttar él verða á annesjum fyrir norðan og norðantil á Vestfjörðum, en yfirleitt þurrt og bjart veður í öðrum landshlutum, einkum þú við Faxaflóa og Breiðafjörð. Heldur kólnandi.“

Búist er við því að þetta veðurlag verði í það minnsta eitthvað fram eftir komandi viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×