Enski boltinn

Stór­brotið sigur­mark hjá Harry Wilson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Wilson fagnar frábæru sigurmarki sínu fyrir Fulham í dag.
Harry Wilson fagnar frábæru sigurmarki sínu fyrir Fulham í dag. Getty/Clive Rose

Tottenham bjargaði stigi á móti Burnley og Fulham tryggði sér sigur á Brighton en mörk í blálokin réðu úrslitunum í báðum þessum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion í London. Harry Wilson skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma.

Yasin Ayari kom Brighton yfir á 28. mínútu en Samuel Chukwueze jafnaði metin fyrir Fulham á 72. mínútu. Wilson hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og hann skoraði stórbrotið sigurmark í dag.

Sigurinn kemur Fulham upp í sjöunda sæti deildarinnar en Brighton situr eftir í tólfta sætinu. Wilson er nú komið með átta mörk og er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar.

Það stefndi í óvænt tap hjá Tottenham á móti Burnley en fyrirliðinn Cristian Romero jafnaði metin með frábærum skalla á 90. mínútu og tryggði Spurs 2-2 jafntefli.

Micky van de Ven kom Tottenham í 1-0 á 38. mínútu en Axel Tuanzebe jafnaði metin eftir sendingu frá Kyle Walker í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Lyle Foster kom Burnley síðan yfir á 76. mínútu eftir hræðilegan varnarleik Tottenham og Burnley-liðið sá sigur í hillingum. Tottenham náði að bjarga stigunum og mögulega bjarga starfi Thomas Frank, knattspyrnustjóra Tottenham, í eina viku til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×