Fótbolti

Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sam­bandið kvartar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o með forseta FIFA, Gianni Infantino og Celine Eko á síðasta ársþingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins.
Samuel Eto'o með forseta FIFA, Gianni Infantino og Celine Eko á síðasta ársþingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Getty/Eva Marie Uzcategui

Samuel Eto'o, forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir meinta óviðeigandi hegðun í tapi liðs síns gegn Marokkó í Afríkukeppninni.

Kamerúnska sambandið, FECAFOOT, sagði frá því á miðvikudag að það hefði séð ákvörðun aganefndar Knattspyrnusambands Afríku, CAF, um að setja forseta sinn í bann og sekta hann um tuttugu þúsund dollara, en að ákvörðunin skorti allan rökstuðning.

„FECAFOOT bendir enn fremur á að hraðmeðferðin sem leiddi til þessarar ákvörðunar veki alvarlegar áhyggjur varðandi grundvallarkröfur um réttláta málsmeðferð,“ sagði sambandið.

CAF sagði á mánudag að það væri að rannsaka atvik í leikjum í fjórðungsúrslitum milli Kamerún og Marokkó, og Alsír og Nígeríu.

CAF vísaði ekki til neinna sérstakra atvika í leik Marokkó og Kamerún, en eina almennt þekkta frávikið var hegðun Eto'o, sem sást gefa reiðilega bendingar í átt að marokkóska starfsbróður sínum, Fouzi Lekjaa, á meðan Patrice Motsepe, forseti CAF, sat einnig í nágrenninu.

„FECAFOOT ítrekar óbilandi stuðning sinn við forseta sinn og skuldbindingu sína til að halda í heiðri þær meginreglur sem gilda um trúverðuga agameðferð,“ sagði sambandið.

Samuel Eto'o er fyrrverandi leikmaður. Hann er oft talinn einn besti framherji allra tíma og einn besti afríski leikmaður allra tíma. Hann náði að vinna þrennuna með tveimur mismunandi félögum tvö ár í röð, 2008-09 með Barcelona á Spáni (deild+bikar+Meistaradeild) og 2019-10 með Internazionala á Ítalíu (deild+bikar+Meistaradeild).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×