Enski boltinn

Eitt fé­lag hefur grætt mest á mis­tökum VAR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dómarinn Anthony Taylor fer á skjáinn á leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Dómarinn Anthony Taylor fer á skjáinn á leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Getty/ James Gill

VAR-mistökum hefur fjölgað á fyrri helmingi enska úrvalsdeildartímabilsins og það virðist vera sem myndbandsdómarar séu ekki alveg að ná betri tökum á starfi sínu þrátt fyrir meiri reynslu og betri æfingu.

Gögn frá nefnd ensku úrvalsdeildarinnar um lykilatvik í leikjum sýna að mistökum hefur fjölgað um þrjátíu prósent á milli tímabila, úr tíu í þrettán.

Þetta er þó enn töluverð framför miðað við fyrri ár, en tuttugu mistök voru á þessu stigi tímabilsins 2023-24 og 23 á tímabilinu 2022-23.

VAR hefur ekki gripið inn í

Næstum allar villurnar stafa af því að VAR hefur ekki gripið inn í, þegar myndbandsdómgæslan hefur ekki látið dómara vita að breyta þurfi ákvörðun, en ekki af röngum VAR-endurskoðunum.

Athyglisvert er að heildarfjöldi ákvarðana sem hefur verið hnekkt hefur fækkað úr 57 á síðasta tímabili í 47 á þessu tímabili (17,5 prósent fækkun), sem þýðir að VAR grípur sjaldnar inn í heildina. Þegar þetta er tekið saman benda gögnin til þess að aukning villna snúist minna um tæknina og meira um hik við ákvarðanatöku, sérstaklega þegar kemur að rauðum spjöldum og vítaspyrnum.

Bitnað mest á þremur félögum

Mistökin hafa bitnað mest á þremur félögum en Bournemouth, Brenford og Manchester United hafa öll lent í því tvisvar að VAR-mistökin hafi bitnað á þeim.

Liverpool er í hópi þeirra sjö félaga sem hafa einu sinni orðið fyrir barðinu á röngum VAR-dómi en hin eru Brighton, Crystal Palace, Everton, Fuham, Manchester City og Wolves.

Það þýðir að tíu félög hafa sloppið alveg en það eru Arsenal, Aston Villa, Chelsea, Brentford, Newcastle, Burnley, Nottingham Forest, Tottenham, Leeds og West Ham.

Chelsea græðir mest

Chelsea er aftur á móti það félag sem hefur grætt mest á VAR-mistökum eða þrisvar sinnum. Bournemouth og Newcastle hafa gætt tvisvar á slíkum mistökum en Arsenal, Brentford, Everton, Tottenham, West Ham og Wolves hafa öll hagnast einu sinni á mistökum VAR-sjárinnar.

Hér má sjá þessi atriði þar sem nefnd ensku úrvalsdeildarinnar um lykilatvik í leikjum hefur útskurðað að myndbandsdómarar hafi gert mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×