„Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. janúar 2026 07:31 Ísland hefur ekki náð langt á síðustu stórmótum. Landslið Íslands hefur leik á Evrópumótinu í handbolta næsta föstudag og sérfræðingur stöðvarinnar segir fulla ástæðu til bjartsýni en hefur örlitlar áhyggjur af sveiflunum í sóknarleik liðsins. Ísland spilaði tvo æfingaleiki um helgina. Öruggur sex marka sigur vannst gegn Slóveníu á föstudag. Tveggja marka tap varð svo niðurstaðan í hörkuspennandi leik gegn Frakklandi á sunnudag. „Mér fannst báðir leikir, á margan hátt, mjög jákvæðir“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram og álitsgjafi landsliðsins. „Fyrri hálfleikir í báðum leikjum voru mjög góðir, svo auðvitað eins og alltaf í æfingaleikjum var verið að rótera aðeins mönnum og prófa eitthvað. Sumt gekk og sumt gekk ekki, en mér finnst Snorri vera kominn með góðan strúktúr á þetta lið. Mér fannst við sjá mikla breytingu milli móta síðast og mér finnst þetta bara líta enn betur út í dag“ bætti Einar við. Höktandi sóknarleikur og Haukur olli vonbrigðum Mest allt var jákvætt að hans mati, en einhver áhyggjuefni eru þó til staðar. „Sóknarleikurinn, ég held að flestir hafi áhyggjur hvað það varðar. Hann á það til að hökta og á það til að vera svolítið sveiflukenndur, eins og við sáum í þessum æfingaleikjum. Fyrri hálfleikarnir voru mjög góðir og seinni hálfleikarnir ekki eins góðir, það er það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ segir Einar og hann hefði viljað sjá meira frá Hauki Þrastarsyni, stoðsendingahæsta leikmanni þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur. Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Rhein-Neckar Löwen. Instagram/@rnloewen „Ég hefði viljað sjá meira frá Hauki, ég skal bara viðurkenna það. Hann hefur spilað frábærlega í Þýskalandi í vetur og ég var með miklar væntingar til hans, en hann olli mér vonbrigðum í þessum æfingaleikjum. Svo getur vel verið að hann sé bara aðeins að hrista þetta úr sér og komi sterkur inn. Það er fullt af leikjum framundan og hann mun spila mikið.“ Öðruvísi lið sem Ísland á að vinna Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu verður svo gegn Ítalíu næsta föstudag og þar spáir Einar öruggum íslenskum sigri. „Þeir spila aðeins öðruvísi handbolta heldur en flestir og eru með mjög flott lið sem er í uppbyggingu, en þeir ættu ekki að vera nein svakaleg fyrirstaða fyrir okkur. Við eigum bara að vinna Ítalíu“ segir Einar en viðtalið við hann úr Sportpakka Sýnar má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Ísland spilaði tvo æfingaleiki um helgina. Öruggur sex marka sigur vannst gegn Slóveníu á föstudag. Tveggja marka tap varð svo niðurstaðan í hörkuspennandi leik gegn Frakklandi á sunnudag. „Mér fannst báðir leikir, á margan hátt, mjög jákvæðir“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram og álitsgjafi landsliðsins. „Fyrri hálfleikir í báðum leikjum voru mjög góðir, svo auðvitað eins og alltaf í æfingaleikjum var verið að rótera aðeins mönnum og prófa eitthvað. Sumt gekk og sumt gekk ekki, en mér finnst Snorri vera kominn með góðan strúktúr á þetta lið. Mér fannst við sjá mikla breytingu milli móta síðast og mér finnst þetta bara líta enn betur út í dag“ bætti Einar við. Höktandi sóknarleikur og Haukur olli vonbrigðum Mest allt var jákvætt að hans mati, en einhver áhyggjuefni eru þó til staðar. „Sóknarleikurinn, ég held að flestir hafi áhyggjur hvað það varðar. Hann á það til að hökta og á það til að vera svolítið sveiflukenndur, eins og við sáum í þessum æfingaleikjum. Fyrri hálfleikarnir voru mjög góðir og seinni hálfleikarnir ekki eins góðir, það er það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ segir Einar og hann hefði viljað sjá meira frá Hauki Þrastarsyni, stoðsendingahæsta leikmanni þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur. Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Rhein-Neckar Löwen. Instagram/@rnloewen „Ég hefði viljað sjá meira frá Hauki, ég skal bara viðurkenna það. Hann hefur spilað frábærlega í Þýskalandi í vetur og ég var með miklar væntingar til hans, en hann olli mér vonbrigðum í þessum æfingaleikjum. Svo getur vel verið að hann sé bara aðeins að hrista þetta úr sér og komi sterkur inn. Það er fullt af leikjum framundan og hann mun spila mikið.“ Öðruvísi lið sem Ísland á að vinna Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu verður svo gegn Ítalíu næsta föstudag og þar spáir Einar öruggum íslenskum sigri. „Þeir spila aðeins öðruvísi handbolta heldur en flestir og eru með mjög flott lið sem er í uppbyggingu, en þeir ættu ekki að vera nein svakaleg fyrirstaða fyrir okkur. Við eigum bara að vinna Ítalíu“ segir Einar en viðtalið við hann úr Sportpakka Sýnar má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira