Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar 12. janúar 2026 10:00 Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er lofað skóla fyrir alla nemendur og að ætíð sé horft á getu hvers og eins og passað upp á hver og einn eintaklingur fá að njóta sín í námi. Á síðunni segir: „Í grunnskólum Reykjavíkur er sérhverju barni mætt í námi og félagsstarfi óháð atgervi þess og stöðu. Nemendum stendur til boða margvísleg aðstoð, svo sem vegna sértækra námserfiðleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar.“ Ég skoða þetta reglulega og veit að þetta er ekki satt. Ég er sjálf kennari og geri mitt besta til þess að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. En það er svo sannarlega ekki hægt ef að einn kennari kennir 25 barna bekk eins og hámarkið segir til um hjá Reykjavíkurborg. Gefa má að um 15 – 20 % af nemendur í rúmlega 20 manna bekk séu með einhvers konar fatlanir, ADHD, einhverfu, mótþróaröskun eða líkamlegar fatlanir. Kennari þarf að geta sinnt öllum sínum nemendum en í þessum aðstæðum mun kennari alltaf standa frammi fyrir vali, Hverja á að aðstoða fyrst? Hverjir þurfa að bíða? Það er vitað mál að með fullmannaðan bekk er engin leið fyrir kennara að veita öllum aðstoð þegar enga hjálp er að fá. Ég horfi aftur til þessara orða sem Reykjavík stendur fyrir og reyni að vinna eftir þessu loforði en raunveruleikinn knýr á dyr og ómögulegt er að halda öllum boltum á lofti. Til þess að allir geta notið sín í námi og að nám sé fyrir alla þá þurfa að vera fleiri einhverfudeildir og það verður að taka betur utan þann hóp. Við erum að reyna að beygja einstaklinga ofan í form sem þau passa ekki inn í og þá verður skólastofan og skólaumhverfið að skelfilegum stað. Foreldrar sem eiga börn sem þurfa sérúrræði verða örmagna við að vinna með börnin sín innan þeirra marka sem borgin setur. Þar er eins og áður sagði ekki horft til þarfa barnanna en þess í stað reynt að láta þau passa á einhverja kúrfu sem oftar en ekki er í littlum tengslum við raunveruleikann. Kennarar og stjórnendur sem eru að reyna að vinna í brotnu kerfi og reyna að gera kraftaverk verða fyrir sífelldu aðkasti og sleggjudómum frá alls konar spekúlöntum sem leggja starfinu fáránlegar línur og veita enga aðstoð með. Það þarf að hugsa í lausnum og til langframa. Ég kenni til dæmis í vesturbæ Reykjavíkur og það er ekki hægt að finna einn skóla með sérdeild vestan megin við Hvassaleitisskóla. Hvassaleitisskóli er með örfá pláss eða réttara sagt um 10 pláss sem eiga að þjóna yngra og miðstigi í grunnskóla. Og svo tekur Réttaholtsskóli við elsta stiginu. Það er svakalega langur biðlisti fyrir hverja einhverfudeild hjá borginni. Það ætti að vera sérdeild í hverjum skóla fyrir sig. Það sjá það allir að það er fráleitt að hafa svona fá pláss á svona stóru svæði í einhverfudeild. Nemendur sem þurfa auka aðstoð í félagslegum samskiptum eru sendir í burtu úr sínu hverfi til þess að sækja skyldumenntun, í burtu frá félagslegu tengingu í sínu nær samfélagi þar sem þau eiga að tengjast börnum í skóla og félagslífi eftir skóla. Þetta er fráleit hugmynd að senda þennan viðkvæma hóp langt í burtu til þess að sækja skyldumenntun. En ef það væri sérdeild þar sem hugsað væri um hvern nemanda út frá þeirra þörfum í hverju hverfi, gætu nemendur fengið félagslega styrkingu og námslegan stuðning, byggt námið út frá þeirra áhugamálum og getu. Fengið hvatningu og styrkingu sem tvinnar saman félagsþroska og námsþroska. Þá fyrst værum við með nám fyrir alla. Þá gætum við mætt hverju barni eins og stendur á heimasíðu Reykjavíkurborgar, þá getum við farið eftir grunnskólalögum um að börn fái menntun við hæfi óháð fötlun, líkamlegs og andlegs atgerfis. Þá getum við komið til móts við nemendur með fatlanir, hverjar sem þær eru. Byggjum skólakerfið fyrir alla nemendur ekki bara suma. Höfundur er kennari, þjóðfræðingur og safnafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er lofað skóla fyrir alla nemendur og að ætíð sé horft á getu hvers og eins og passað upp á hver og einn eintaklingur fá að njóta sín í námi. Á síðunni segir: „Í grunnskólum Reykjavíkur er sérhverju barni mætt í námi og félagsstarfi óháð atgervi þess og stöðu. Nemendum stendur til boða margvísleg aðstoð, svo sem vegna sértækra námserfiðleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar.“ Ég skoða þetta reglulega og veit að þetta er ekki satt. Ég er sjálf kennari og geri mitt besta til þess að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. En það er svo sannarlega ekki hægt ef að einn kennari kennir 25 barna bekk eins og hámarkið segir til um hjá Reykjavíkurborg. Gefa má að um 15 – 20 % af nemendur í rúmlega 20 manna bekk séu með einhvers konar fatlanir, ADHD, einhverfu, mótþróaröskun eða líkamlegar fatlanir. Kennari þarf að geta sinnt öllum sínum nemendum en í þessum aðstæðum mun kennari alltaf standa frammi fyrir vali, Hverja á að aðstoða fyrst? Hverjir þurfa að bíða? Það er vitað mál að með fullmannaðan bekk er engin leið fyrir kennara að veita öllum aðstoð þegar enga hjálp er að fá. Ég horfi aftur til þessara orða sem Reykjavík stendur fyrir og reyni að vinna eftir þessu loforði en raunveruleikinn knýr á dyr og ómögulegt er að halda öllum boltum á lofti. Til þess að allir geta notið sín í námi og að nám sé fyrir alla þá þurfa að vera fleiri einhverfudeildir og það verður að taka betur utan þann hóp. Við erum að reyna að beygja einstaklinga ofan í form sem þau passa ekki inn í og þá verður skólastofan og skólaumhverfið að skelfilegum stað. Foreldrar sem eiga börn sem þurfa sérúrræði verða örmagna við að vinna með börnin sín innan þeirra marka sem borgin setur. Þar er eins og áður sagði ekki horft til þarfa barnanna en þess í stað reynt að láta þau passa á einhverja kúrfu sem oftar en ekki er í littlum tengslum við raunveruleikann. Kennarar og stjórnendur sem eru að reyna að vinna í brotnu kerfi og reyna að gera kraftaverk verða fyrir sífelldu aðkasti og sleggjudómum frá alls konar spekúlöntum sem leggja starfinu fáránlegar línur og veita enga aðstoð með. Það þarf að hugsa í lausnum og til langframa. Ég kenni til dæmis í vesturbæ Reykjavíkur og það er ekki hægt að finna einn skóla með sérdeild vestan megin við Hvassaleitisskóla. Hvassaleitisskóli er með örfá pláss eða réttara sagt um 10 pláss sem eiga að þjóna yngra og miðstigi í grunnskóla. Og svo tekur Réttaholtsskóli við elsta stiginu. Það er svakalega langur biðlisti fyrir hverja einhverfudeild hjá borginni. Það ætti að vera sérdeild í hverjum skóla fyrir sig. Það sjá það allir að það er fráleitt að hafa svona fá pláss á svona stóru svæði í einhverfudeild. Nemendur sem þurfa auka aðstoð í félagslegum samskiptum eru sendir í burtu úr sínu hverfi til þess að sækja skyldumenntun, í burtu frá félagslegu tengingu í sínu nær samfélagi þar sem þau eiga að tengjast börnum í skóla og félagslífi eftir skóla. Þetta er fráleit hugmynd að senda þennan viðkvæma hóp langt í burtu til þess að sækja skyldumenntun. En ef það væri sérdeild þar sem hugsað væri um hvern nemanda út frá þeirra þörfum í hverju hverfi, gætu nemendur fengið félagslega styrkingu og námslegan stuðning, byggt námið út frá þeirra áhugamálum og getu. Fengið hvatningu og styrkingu sem tvinnar saman félagsþroska og námsþroska. Þá fyrst værum við með nám fyrir alla. Þá gætum við mætt hverju barni eins og stendur á heimasíðu Reykjavíkurborgar, þá getum við farið eftir grunnskólalögum um að börn fái menntun við hæfi óháð fötlun, líkamlegs og andlegs atgerfis. Þá getum við komið til móts við nemendur með fatlanir, hverjar sem þær eru. Byggjum skólakerfið fyrir alla nemendur ekki bara suma. Höfundur er kennari, þjóðfræðingur og safnafræðingur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun