Sport

„Ekkert betra að gera en að slá menn í and­litið og fá borgað fyrir það“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyson Fury er hættur við að hætta við að hætta við að hætta.
Tyson Fury er hættur við að hætta við að hætta við að hætta. Getty/Richard Pelham

Breski hnefaleikakappinn Tyson Fury er á leið aftur í hnefaleikahringinn. Þetta tilkynnir hann aðeins ári eftir að hann lagði hanskana á hilluna.

Þessi 37 ára gamli boxari, þekktur sem „The Gypsy King“, tilkynnti í janúar á síðasta ári að hann væri að ljúka hnefaleikaferli sínum. Nú snýr hann aftur.

„2026 er árið. Mac er kominn aftur. Ég hef verið í burtu um stund, en nú er ég kominn aftur. 37 ára gamall og enn að boxa. Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það,“ skrifar Fury í færslu á Instagram.

Fury á sér sögu um að taka u-beygjur eftir að hafa tilkynnt að hann sé hættur. Það varð til þess að margir veltu því fyrir sér að hann væri ekki hættur þegar hann lauk ferlinum árið 2025.

Það var einnig árið 2022 sem þessi 37 ára gamli boxari tilkynnti að hann myndi leggja hnefaleikahanskana á hilluna. Engu að síður hefur hann snúið aftur nokkrum sinnum.

Bretinn hætti árið 2025 aðeins rúmum mánuði eftir að hann tapaði hinum virta endurkomubardaga gegn Úkraínumanninum Oleksandr Usyk. Það er ekki enn vitað hver verður andstæðingur Fury í hringnum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×