Enski boltinn

„Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arne Slot og lærisveinar hans í Liverpool hafa tapað fjórum stigum í fyrstu tveimur leikjum ársins.
Arne Slot og lærisveinar hans í Liverpool hafa tapað fjórum stigum í fyrstu tveimur leikjum ársins. Getty/Carl Recine

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, gekk í gegnum mikinn tilfinningarússibana í lokin þegar Liverpool komst yfir og fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartímanum í 2-2 jafntefli við Fulham á Craven Cottage.

„Í útileik ætti það kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn. Það er ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili sem við berjumst svona mikið og höldum að við séum með sigurinn í höndunum en fáum svo á okkur ótrúlegt skot. Við settum Joe Gomez inn á en þeir tóku stutt innkast. Við misstum af góðum úrslitum,“ sagði Arne Slot í samtali við Sky Sports:

Harrison Reed tryggði Fulham jafntefli með stórkostlegu marki á sjöundu mínútu uppbótartímans.

„Við fengum okkar færi í fyrri hálfleik. Við fengum svipað færi með Cody Gakpo og þeir skoruðu úr. Í draumaheimi sjáum við Liverpool-lið sem er ráðandi en skapar fleiri færi. Við skoruðum tvö mörk, tvö mörk voru dæmd af og við skutuðum í slána. Aftur var það ekki nóg,“ sagði Slot.

„Leikmennirnir gefa allt sem þeir eiga. Ég verð að hafa í huga að ég þarf að halda þeim leikfærum. Alexander Isak er frá og ég þarf að ofkeyra eða spila Hugo Ekitike meira, leikmanni sem hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni. Maður verður að stjórna því. Við erum samt með ellefu mjög góða leikmenn inni á vellinum,“ sagði Slot.

„Það á ekki bara við um okkur, heldur skapa mörg lið ekki færi í hverjum leik. Þetta er ekki fullkomið en við sköpuðum að minnsta kosti nokkrum fleiri færum í dag en í síðustu viku,“ sagði Slot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×