Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2026 20:11 Jón Arnar Magnússon var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ í kvöld og þakkaði eiginkonu sinni, Huldu Ingibjörgu Skúladóttur, sérstaklega fyrir. Vísir/Hulda Margrét Jón Arnar Magnússon var í kvöld tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í Hörpu. Bjarni Malmquist var síðan valinn Íþróttaeldhugi ársins. Jón Arnar er 27. meðlimurinn í heiðurshöllinni en undanfarin ár hefur verið tekinn inn nýr meðlimur á hverju ári. Síðustu meðlimirnir sem voru teknir inn á undan voru hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson (2025) og sundkonan Sigrún Huld Hrafnsdóttir (2024). Jón Arnar Magnússon er fyrrverandi Íþróttamaður ársins í tvígang (1995 og 1996) og Ólympíufari í þrígang en hann er Íslandsmethafi í 110 metra grindarhlaupi, tugþraut og 300 metra hlaupi auk þess að eiga metið lengi í langstökki. Hann á líka enn Íslandsmetin innanhúss í 60 metra grindarhlaupi, langstökki og sjöþraut. Jón Arnar er eini Íslendingurinn sem hefur farið yfir átta þúsund stigin í tugþraut en því náði hann tuttugu sinnum á ferlinum en Íslandsmet hans er 8583 stig frá því í júlí 1998. Hann er einnig eini Íslendingurinn sem hefur farið yfir sex þúsund stigin í sjöþraut en því náði hann tíu sinnum. Jón vann bronsverðlaun í sjöþraut á Evrópumótinu innanhúss í Stokkhólmi 1996 og bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss í París 1997. Hann vann síðan silfurverðlaun í sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss í Lissabon 2001 sem er hans besti árangur á stórmóti. Ólympíuleikarnir í Atlanta 1996 voru fyrstu ólympíuleikarnir sem hann tók þátt í af því. Þar fékk hann 8.274 stig og setti þar með Íslandsmet. Hann lenti í 12. sæti í tugþraut á mótinu. Jón Arnar átti eftir að bæta Íslandsmetið tvisvar sinnum í viðbót og sló það alls átta sinnum. Fyrsti heiðursfélagi ÍSÍ var hins vegar Vilhjálmur Einarsson, þrístökkvari og okkar fyrsti verðlaunahafi á Ólympíuleikum, en hann var stofnmeðlimur heiðurshallarinnar 28. janúar 2012. Sama kvöld voru Bjarni Friðriksson og Vala Flosadóttir tekin inn í heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Bjarni Malmquist Jónsson með verðlaun sín í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Malmquist íþróttaeldhugi ársins Bjarni Malmquist Jónsson var í kvöld valinn íþróttaeldhugi ársins 2025. Tilnefning á Íþróttaeldhuga ársins 2025 fór fram samhliða kjöri Íþróttamanns ársins og standa Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands saman að þessari viðurkenningu. Íslendingar voru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni sem hafa lagt hjarta og sál í að efla íþróttastarf um land allt. Í kvöld var kominn tími til að lyfta upp hetjunum á bak við tjöldin, fólkinu sem lætur allt gerast. Þrjú voru tilnefnd að þessu sinni. Valnefndina sem fór yfir innsendar tilnefningar og valdi Íþróttaeldhuga ársins 2025 skipa Þórey Edda Elísdóttir formaður, Snorri Einarsson, Dagur Sigurðsson, Kristín Rós Hákonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Íþróttamaður ársins Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Sjá meira
Jón Arnar er 27. meðlimurinn í heiðurshöllinni en undanfarin ár hefur verið tekinn inn nýr meðlimur á hverju ári. Síðustu meðlimirnir sem voru teknir inn á undan voru hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson (2025) og sundkonan Sigrún Huld Hrafnsdóttir (2024). Jón Arnar Magnússon er fyrrverandi Íþróttamaður ársins í tvígang (1995 og 1996) og Ólympíufari í þrígang en hann er Íslandsmethafi í 110 metra grindarhlaupi, tugþraut og 300 metra hlaupi auk þess að eiga metið lengi í langstökki. Hann á líka enn Íslandsmetin innanhúss í 60 metra grindarhlaupi, langstökki og sjöþraut. Jón Arnar er eini Íslendingurinn sem hefur farið yfir átta þúsund stigin í tugþraut en því náði hann tuttugu sinnum á ferlinum en Íslandsmet hans er 8583 stig frá því í júlí 1998. Hann er einnig eini Íslendingurinn sem hefur farið yfir sex þúsund stigin í sjöþraut en því náði hann tíu sinnum. Jón vann bronsverðlaun í sjöþraut á Evrópumótinu innanhúss í Stokkhólmi 1996 og bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss í París 1997. Hann vann síðan silfurverðlaun í sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss í Lissabon 2001 sem er hans besti árangur á stórmóti. Ólympíuleikarnir í Atlanta 1996 voru fyrstu ólympíuleikarnir sem hann tók þátt í af því. Þar fékk hann 8.274 stig og setti þar með Íslandsmet. Hann lenti í 12. sæti í tugþraut á mótinu. Jón Arnar átti eftir að bæta Íslandsmetið tvisvar sinnum í viðbót og sló það alls átta sinnum. Fyrsti heiðursfélagi ÍSÍ var hins vegar Vilhjálmur Einarsson, þrístökkvari og okkar fyrsti verðlaunahafi á Ólympíuleikum, en hann var stofnmeðlimur heiðurshallarinnar 28. janúar 2012. Sama kvöld voru Bjarni Friðriksson og Vala Flosadóttir tekin inn í heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Bjarni Malmquist Jónsson með verðlaun sín í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Malmquist íþróttaeldhugi ársins Bjarni Malmquist Jónsson var í kvöld valinn íþróttaeldhugi ársins 2025. Tilnefning á Íþróttaeldhuga ársins 2025 fór fram samhliða kjöri Íþróttamanns ársins og standa Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands saman að þessari viðurkenningu. Íslendingar voru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni sem hafa lagt hjarta og sál í að efla íþróttastarf um land allt. Í kvöld var kominn tími til að lyfta upp hetjunum á bak við tjöldin, fólkinu sem lætur allt gerast. Þrjú voru tilnefnd að þessu sinni. Valnefndina sem fór yfir innsendar tilnefningar og valdi Íþróttaeldhuga ársins 2025 skipa Þórey Edda Elísdóttir formaður, Snorri Einarsson, Dagur Sigurðsson, Kristín Rós Hákonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íþróttamaður ársins Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti