2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2026 16:41 Svona var umhorfs í Nauthólsvík í lok maí. Vísir/Lýður Valberg Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að árið hafi einkennst af miklum hlýindum. Hiti var vel yfir meðallagi alla mánuði ársins, nema í janúar, júní, október og nóvember. Maí var langhlýjasti maímánuður frá upphafi mælinga, júlí var hlýjasti júlímánuðurinn (ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr) og desember var þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Vorið (apríl og maí) var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið á landsvísu. Hitabylgjan í maí, sem stóð yfir dagana 13.– 22. maí, var sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Ársmeðalhiti í byggðum landsins. Súluritið sýnir hlýjustu og köldustu árin, ásamt meðaltali áranna 1991 til 2020. Ný hámarkshitamet sett í einstökum mánuðum Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí. Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst. Nýtt landsmet í desember: 19,8 stig á Seyðisfirði 24. desember. Árið var það hlýjasta á mörgum veðurstöðvum, meðal annars í Stykkishólmi þar sem hiti hefur verið mældur samfleytt í 180 ár, allt frá árinu 1845. Þar hafði árið 2016 áður verið það hlýjasta. Landsmeðalhiti hvers sólarhrings á árinu 2025 sýndur sem vik frá landsmeðalhita síðustu 10 ára (2015-2025). Hitasveiflur eru alltaf meiri yfir vetrarmánuðina. Af þeim stöðvum sem hafa mælt hvað lengst var árið einnig það hlýjasta í Reykjavík (af 155 árum ), Bolungarvík (af 128 árum), Grímsstöðum á Fjöllum (af 119 árum), Dalatanga (af 71 ári) og Stórhöfða (af 149 árum) og næsthlýjasta árið á Egilsstöðum (af 71 ári), Teigarhorni (af 152 árum) og Keflavíkurflugvelli (af 74) árum. Á þessum stöðvum voru það ýmist árin 2014, 2016 eða 2003 sem voru áður þau hlýjustu eða álíka hlý, mismunandi eftir landshlutum. Ársmeðalhiti í Stykkishólmi frá 1846-2025. Brotna línan sýnir meðalárshita alls tímabilsins, árin sem eru hlýrri en meðaltalið eru merkt með rauðum punkti en þau sem eru kaldari með bláum punkti. Veður Fréttir ársins 2025 Tengdar fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Það stefnir allt í það að desember á landsvísu komist á lista yfir þá allra hlýjustu en hitinn nú er samt nokkuð frá sögulega hlýjum desembermánuði árið 1933. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem segir desembermánuð 2025 líklega verða í þriðja til fjórða sæti yfir þá allra hlýjustu. Hitamet á Stykkishólmi megi teljast með stærstu veðurtíðindum ársins. 29. desember 2025 11:50 Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Hitabylgjan sem reið yfir landið dagana 13. til 22. maí er sú mesta sem vitað er um í maímánuði hér á landi. Tíu daga í röð mældist hiti 20 stig eða hærri einhvers staðar á landinu og fjöldi hitameta í maímánuði var sleginn. 24. maí 2025 08:59 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að árið hafi einkennst af miklum hlýindum. Hiti var vel yfir meðallagi alla mánuði ársins, nema í janúar, júní, október og nóvember. Maí var langhlýjasti maímánuður frá upphafi mælinga, júlí var hlýjasti júlímánuðurinn (ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr) og desember var þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Vorið (apríl og maí) var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið á landsvísu. Hitabylgjan í maí, sem stóð yfir dagana 13.– 22. maí, var sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Ársmeðalhiti í byggðum landsins. Súluritið sýnir hlýjustu og köldustu árin, ásamt meðaltali áranna 1991 til 2020. Ný hámarkshitamet sett í einstökum mánuðum Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí. Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst. Nýtt landsmet í desember: 19,8 stig á Seyðisfirði 24. desember. Árið var það hlýjasta á mörgum veðurstöðvum, meðal annars í Stykkishólmi þar sem hiti hefur verið mældur samfleytt í 180 ár, allt frá árinu 1845. Þar hafði árið 2016 áður verið það hlýjasta. Landsmeðalhiti hvers sólarhrings á árinu 2025 sýndur sem vik frá landsmeðalhita síðustu 10 ára (2015-2025). Hitasveiflur eru alltaf meiri yfir vetrarmánuðina. Af þeim stöðvum sem hafa mælt hvað lengst var árið einnig það hlýjasta í Reykjavík (af 155 árum ), Bolungarvík (af 128 árum), Grímsstöðum á Fjöllum (af 119 árum), Dalatanga (af 71 ári) og Stórhöfða (af 149 árum) og næsthlýjasta árið á Egilsstöðum (af 71 ári), Teigarhorni (af 152 árum) og Keflavíkurflugvelli (af 74) árum. Á þessum stöðvum voru það ýmist árin 2014, 2016 eða 2003 sem voru áður þau hlýjustu eða álíka hlý, mismunandi eftir landshlutum. Ársmeðalhiti í Stykkishólmi frá 1846-2025. Brotna línan sýnir meðalárshita alls tímabilsins, árin sem eru hlýrri en meðaltalið eru merkt með rauðum punkti en þau sem eru kaldari með bláum punkti.
Veður Fréttir ársins 2025 Tengdar fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Það stefnir allt í það að desember á landsvísu komist á lista yfir þá allra hlýjustu en hitinn nú er samt nokkuð frá sögulega hlýjum desembermánuði árið 1933. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem segir desembermánuð 2025 líklega verða í þriðja til fjórða sæti yfir þá allra hlýjustu. Hitamet á Stykkishólmi megi teljast með stærstu veðurtíðindum ársins. 29. desember 2025 11:50 Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Hitabylgjan sem reið yfir landið dagana 13. til 22. maí er sú mesta sem vitað er um í maímánuði hér á landi. Tíu daga í röð mældist hiti 20 stig eða hærri einhvers staðar á landinu og fjöldi hitameta í maímánuði var sleginn. 24. maí 2025 08:59 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Það stefnir allt í það að desember á landsvísu komist á lista yfir þá allra hlýjustu en hitinn nú er samt nokkuð frá sögulega hlýjum desembermánuði árið 1933. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem segir desembermánuð 2025 líklega verða í þriðja til fjórða sæti yfir þá allra hlýjustu. Hitamet á Stykkishólmi megi teljast með stærstu veðurtíðindum ársins. 29. desember 2025 11:50
Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Hitabylgjan sem reið yfir landið dagana 13. til 22. maí er sú mesta sem vitað er um í maímánuði hér á landi. Tíu daga í röð mældist hiti 20 stig eða hærri einhvers staðar á landinu og fjöldi hitameta í maímánuði var sleginn. 24. maí 2025 08:59