„Ég hélt ég myndi deyja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2025 23:33 Ian Rush er markahæsti leikmaður Liverpool frá upphafi og er sendiherra félagsins í dag. Getty/Michael Regan Liverpool-goðsögnin Ian Rush, markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins, segist hafa haldið að hann væri að deyja eftir að hafa hrunið niður heima hjá sér fyrr í þessum mánuði. Hinn 64 ára gamli Rush var fluttur á Countess of Chester-sjúkrahúsið þann 11. desember síðastliðinn og var í 48 klukkustundir á gjörgæslu eftir að hafa smitast af „ofurflensu“. „Ég óttaðist það versta“ „Ég óttaðist það versta og hélt að þetta væri búið. Ég gat ekki andað. Ég hélt ég myndi deyja,“ sagði Ian Rush við BBC Sport. „Þetta var mjög erfitt og ég er heppinn að hjúkrunarfólkið hjálpaði mér því það voru nokkur skipti þar sem ég hélt að ég yrði ekki hér mikið lengur. En ég er að styrkjast og mér líður miklu betur núna,“ sagði Rush. Wales and Liverpool legend Ian Rush says he thought he was close to dying after collapsing at home earlier this month 😲#BBCFootball pic.twitter.com/ysgxLK7dEi— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) December 29, 2025 Það var snemma morguns þegar Carol, sambýliskona Rush, hringdi á sjúkrabíl þar sem öndunarerfiðleikar hans versnuðu. Ástandið batnaði eftir komu sjúkraflutningamannanna og Rush ákvað því að vera heima en innan tíu mínútna frá því að þeir fóru hrundi Rush niður og aftur var hringt á sjúkrabíl. „Þetta var skelfileg upplifun. Ég hélt að þetta væri endirinn því ég gat ekki andað og fékk kvíðakast. Carol var frábær. Hún hjálpaði mér með öndunina sem gaf mér meiri tíma á meðan við biðum eftir sjúkrabílnum,“ sagði Rush. Rush var útskrifaður eftir fimm daga en á meðan hann var á sjúkrahúsinu viðurkenndi hann að hann hefði byrjað að undirbúa hluti ef hann skyldi deyja. Síðan þá hefur hann byrjað að gera öndunaræfingar þrisvar á dag. Gaf mér stórt spark í rassinn „Þetta gaf mér stórt spark í rassinn. Árið 2026 verða nokkrar breytingar því það eru nokkur atriði sem ég þarf að ganga úr skugga um að ef eitthvað kemur fyrir mig þá sé allt tilbúið fyrir alla aðra,“ sagði Rush. BBC talaði við Rush á World Sports Summit í Dúbaí. „Læknarnir sögðu mér að sólin myndi gera mér heimsins gott og ég má fljúga svo ég er hér. Liverpool-fótboltafélagið hefur verið mjög gott. Þeir hafa sagt mér að taka eins mikið frí og ég þarf. Þá veistu að þetta er stórt fjölskyldufélag,“ sagði Rish Á sunnudaginn eyddi hann kvöldi með mönnum eins og brasilísku goðsögninni Ronaldo og fyrrverandi framherjum Juventus og Ítalíu, Alessandro del Piero og Roberto Baggio. Gott að hitta Baggio aftur „Það eru litlu hlutirnir eins og að hitta Baggio, sem bjó í sama húsi og ég þegar ég var hjá Juventus, og það skiptir miklu máli,“ sagði Rush. „Og það gefur mér orku til að halda áfram. Sumar af þessum goðsögnum hafa unnið heimsmeistaratitla og ég veit að ég hef það ekki, en það sem ég get gert er að líta til baka og segja að ég hafi verið góður og að ég sé markahæsti leikmaður Liverpool. Það gerir mig stoltan.“ Ian Rush hefur skorað 346 mörk fyrir Liverpool og er hann langt á undan Roger Hunt (285) og Mohamed Salah (250) sem koma honum næstir í fjölda marka fyrir félagið. Ian Rush took to social media today to thank everyone who supported him during his recent health scare ❤️ Brilliant to see the Welsh legend on the mend 🏴 pic.twitter.com/9dDJwSDZIx— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) December 22, 2025 Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Hinn 64 ára gamli Rush var fluttur á Countess of Chester-sjúkrahúsið þann 11. desember síðastliðinn og var í 48 klukkustundir á gjörgæslu eftir að hafa smitast af „ofurflensu“. „Ég óttaðist það versta“ „Ég óttaðist það versta og hélt að þetta væri búið. Ég gat ekki andað. Ég hélt ég myndi deyja,“ sagði Ian Rush við BBC Sport. „Þetta var mjög erfitt og ég er heppinn að hjúkrunarfólkið hjálpaði mér því það voru nokkur skipti þar sem ég hélt að ég yrði ekki hér mikið lengur. En ég er að styrkjast og mér líður miklu betur núna,“ sagði Rush. Wales and Liverpool legend Ian Rush says he thought he was close to dying after collapsing at home earlier this month 😲#BBCFootball pic.twitter.com/ysgxLK7dEi— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) December 29, 2025 Það var snemma morguns þegar Carol, sambýliskona Rush, hringdi á sjúkrabíl þar sem öndunarerfiðleikar hans versnuðu. Ástandið batnaði eftir komu sjúkraflutningamannanna og Rush ákvað því að vera heima en innan tíu mínútna frá því að þeir fóru hrundi Rush niður og aftur var hringt á sjúkrabíl. „Þetta var skelfileg upplifun. Ég hélt að þetta væri endirinn því ég gat ekki andað og fékk kvíðakast. Carol var frábær. Hún hjálpaði mér með öndunina sem gaf mér meiri tíma á meðan við biðum eftir sjúkrabílnum,“ sagði Rush. Rush var útskrifaður eftir fimm daga en á meðan hann var á sjúkrahúsinu viðurkenndi hann að hann hefði byrjað að undirbúa hluti ef hann skyldi deyja. Síðan þá hefur hann byrjað að gera öndunaræfingar þrisvar á dag. Gaf mér stórt spark í rassinn „Þetta gaf mér stórt spark í rassinn. Árið 2026 verða nokkrar breytingar því það eru nokkur atriði sem ég þarf að ganga úr skugga um að ef eitthvað kemur fyrir mig þá sé allt tilbúið fyrir alla aðra,“ sagði Rush. BBC talaði við Rush á World Sports Summit í Dúbaí. „Læknarnir sögðu mér að sólin myndi gera mér heimsins gott og ég má fljúga svo ég er hér. Liverpool-fótboltafélagið hefur verið mjög gott. Þeir hafa sagt mér að taka eins mikið frí og ég þarf. Þá veistu að þetta er stórt fjölskyldufélag,“ sagði Rish Á sunnudaginn eyddi hann kvöldi með mönnum eins og brasilísku goðsögninni Ronaldo og fyrrverandi framherjum Juventus og Ítalíu, Alessandro del Piero og Roberto Baggio. Gott að hitta Baggio aftur „Það eru litlu hlutirnir eins og að hitta Baggio, sem bjó í sama húsi og ég þegar ég var hjá Juventus, og það skiptir miklu máli,“ sagði Rush. „Og það gefur mér orku til að halda áfram. Sumar af þessum goðsögnum hafa unnið heimsmeistaratitla og ég veit að ég hef það ekki, en það sem ég get gert er að líta til baka og segja að ég hafi verið góður og að ég sé markahæsti leikmaður Liverpool. Það gerir mig stoltan.“ Ian Rush hefur skorað 346 mörk fyrir Liverpool og er hann langt á undan Roger Hunt (285) og Mohamed Salah (250) sem koma honum næstir í fjölda marka fyrir félagið. Ian Rush took to social media today to thank everyone who supported him during his recent health scare ❤️ Brilliant to see the Welsh legend on the mend 🏴 pic.twitter.com/9dDJwSDZIx— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) December 22, 2025
Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira