Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. desember 2025 10:00 Jón Ingi Ingibergsson tekur við sem forstjóri PwC á Íslandi 1.janúar og spurning um hvort hann haldi út tveimur vikum í heilsutengdum áramótaheitum með eiginkonunni í þetta sinn? Ákvörðunin um peysu eða að strauja skyrtu er tekin í morgunsturtunni. Vísir/Vilhelm Jón Ingi Ingibergsson, verðandi forstjóri PwC á Íslandi, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég stilli klukkuna á sjö en er yfirleitt vaknaður aðeins áður en hún hringir. Fyrsta verk dagsins er að teygja mig símann og kíkja á póstinn. Því næst geng ég úr skugga um að dóttir mín hafi vaknað við vekjaraklukkuna sína. Það þarf jafnan nokkrar áminningar þangað til hún drífur sig fram úr. Þá fer ég í sturtu og tek ákvörðun um hvort ég nenni að strauja skyrtu eða fara í peysu. Skyrtan hefur oftast vinninginn. Kippi með mér lyklum, tölvu og jakka, og renn út rétt fyrir átta til að skutla syninum í skólann áður en ég held til vinnu. Á skalanum 0–10: hversu góður eða vonlaus ertu í að standa við áramótaheit? „Ég er alveg vonlaus—svona 1,5 af 10—og hef í raun gefist upp á áramótaheitum. Eiginkonan er hins vegar alltaf mjög peppuð fyrir heilsutengdum áramótaheitum og ég tek yfirleitt þátt með henni, fullmeðvitaður um að þetta er tveggja vikna verkefni, hámark. Þá förum við aftur í góða, jarðbundna rútínu—sem, þegar öllu er á botninn hvolft, virkar best.“ Jón setur sér skýr markmið fyrir hvern dag og skipuleggur vikuna gróflega á sunnudögum. Jón tekur frá tíma í dagatalinu til að einbeita sér að verkefnum og almennt styðst hann við þá reglu að afgreiða smærri verkefni strax. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Desembermánuður er oft mjög annasamur enda margir viðskiptavinir sem þurfa að klára ýmis mál fyrir áramót og þetta árið eru fáir vinnudagar á milli jóla og nýárs. Mörg verkefnanna tengjast kaupum og sölum á fyrirtækjum og að klára sameiningar og skiptingar þar sem þarf að hnýta alla lausa enda áður en fólk fer í frí. Eins er ég að undirbúa mig fyrir nýtt hlutverk hjá PwC, ræða við samstarfsmenn mína um stöðuna, helstu áskoranir og hver eru mikilvægustu verkefnin sem ráðast þarf í á nýju ári.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég reyni að vera agaður og set mér skýr markmið fyrir hvern dag. Ég tek frá tíma í dagatalinu þar sem ég bóka helst ekki fundi og nota þann tíma til einbeitingar í verkefnum. Smærri verkefni afgreiði ég strax en þau stærri set ég annað hvort í dagatal eða á verkefnalista, eftir umfangi þeirra. Ég nýti oftast sunnudaga í að skipuleggja vikuna gróflega jafnvel þótt ég viti að flest komi til með að breytast. Mikilvægast fyrir mig er að lofa ekki upp í ermina á mér og gefa mér raunhæfan tíma til að sinna verkefnum vel.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Garmin-úrið heldur utan um svefninn minn. Best gengur þegar ég fer upp í rúm rétt eftir klukkan tíu, skrolla aðeins í símanum - sem ég veit auðvitað að ég á ekki að gera - og er svo sofnaður um ellefu. Þegar þetta tekst fæ ég yfirleitt gott sleep score. Ég fúnkera nefninlega rosalega mikið eftir þessu skori. Það hefur meira að segja komið fyrir að konan mín hafi spurt hvort ég hafi sofið vel og mér fannst ég alveg endurnærður – þar til ég kíkti á úrið og sá slakt sleep score. Þá helltist þreytan skyndilega yfir mig og allt varð einhvern vegin miklu erfiðara.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01 Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01 „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. 29. nóvember 2025 10:01 „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa, snúsar flesta morgna í um tuttugu mínútur. En er þó kominn fram úr mjög snemma. 22. nóvember 2025 10:02 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég stilli klukkuna á sjö en er yfirleitt vaknaður aðeins áður en hún hringir. Fyrsta verk dagsins er að teygja mig símann og kíkja á póstinn. Því næst geng ég úr skugga um að dóttir mín hafi vaknað við vekjaraklukkuna sína. Það þarf jafnan nokkrar áminningar þangað til hún drífur sig fram úr. Þá fer ég í sturtu og tek ákvörðun um hvort ég nenni að strauja skyrtu eða fara í peysu. Skyrtan hefur oftast vinninginn. Kippi með mér lyklum, tölvu og jakka, og renn út rétt fyrir átta til að skutla syninum í skólann áður en ég held til vinnu. Á skalanum 0–10: hversu góður eða vonlaus ertu í að standa við áramótaheit? „Ég er alveg vonlaus—svona 1,5 af 10—og hef í raun gefist upp á áramótaheitum. Eiginkonan er hins vegar alltaf mjög peppuð fyrir heilsutengdum áramótaheitum og ég tek yfirleitt þátt með henni, fullmeðvitaður um að þetta er tveggja vikna verkefni, hámark. Þá förum við aftur í góða, jarðbundna rútínu—sem, þegar öllu er á botninn hvolft, virkar best.“ Jón setur sér skýr markmið fyrir hvern dag og skipuleggur vikuna gróflega á sunnudögum. Jón tekur frá tíma í dagatalinu til að einbeita sér að verkefnum og almennt styðst hann við þá reglu að afgreiða smærri verkefni strax. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Desembermánuður er oft mjög annasamur enda margir viðskiptavinir sem þurfa að klára ýmis mál fyrir áramót og þetta árið eru fáir vinnudagar á milli jóla og nýárs. Mörg verkefnanna tengjast kaupum og sölum á fyrirtækjum og að klára sameiningar og skiptingar þar sem þarf að hnýta alla lausa enda áður en fólk fer í frí. Eins er ég að undirbúa mig fyrir nýtt hlutverk hjá PwC, ræða við samstarfsmenn mína um stöðuna, helstu áskoranir og hver eru mikilvægustu verkefnin sem ráðast þarf í á nýju ári.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég reyni að vera agaður og set mér skýr markmið fyrir hvern dag. Ég tek frá tíma í dagatalinu þar sem ég bóka helst ekki fundi og nota þann tíma til einbeitingar í verkefnum. Smærri verkefni afgreiði ég strax en þau stærri set ég annað hvort í dagatal eða á verkefnalista, eftir umfangi þeirra. Ég nýti oftast sunnudaga í að skipuleggja vikuna gróflega jafnvel þótt ég viti að flest komi til með að breytast. Mikilvægast fyrir mig er að lofa ekki upp í ermina á mér og gefa mér raunhæfan tíma til að sinna verkefnum vel.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Garmin-úrið heldur utan um svefninn minn. Best gengur þegar ég fer upp í rúm rétt eftir klukkan tíu, skrolla aðeins í símanum - sem ég veit auðvitað að ég á ekki að gera - og er svo sofnaður um ellefu. Þegar þetta tekst fæ ég yfirleitt gott sleep score. Ég fúnkera nefninlega rosalega mikið eftir þessu skori. Það hefur meira að segja komið fyrir að konan mín hafi spurt hvort ég hafi sofið vel og mér fannst ég alveg endurnærður – þar til ég kíkti á úrið og sá slakt sleep score. Þá helltist þreytan skyndilega yfir mig og allt varð einhvern vegin miklu erfiðara.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01 Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01 „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. 29. nóvember 2025 10:01 „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa, snúsar flesta morgna í um tuttugu mínútur. En er þó kominn fram úr mjög snemma. 22. nóvember 2025 10:02 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00
Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01
Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01
„Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. 29. nóvember 2025 10:01
„Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa, snúsar flesta morgna í um tuttugu mínútur. En er þó kominn fram úr mjög snemma. 22. nóvember 2025 10:02