Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Agnar Már Másson skrifar 21. desember 2025 18:15 Mannanafnanefnd samþykkti þrettán ný nöfn í gær. Getty Nú mega karlar heita Arin og Draumur, konur heita Love og Harne og kvár heita Ranimosk og Tóní. Þetta kemur fram í nýjum úrskurðum mannanfnanefndar, sem hafnaði þó beiðni um eiginnafnið Óðin og millinafnið Guðmundsen. Kvenkyns eiginnöfnin Love og Harne voru samþykkt. Fram kemur í úrskurðinum að í Þjóðskrá beri einn einstaklingur nafnið Love, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi nafnahefð, og er sá fæddur 2022. Þá kemur nafnið fyrir í tveimur manntölum frá 1703 til 1920. Það teljist því hefð fyrir nafninu á grundvelli vinnulagsreglna og það samþykkt. Karlkyns eiginnafnið Arin er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá. Þá má einnig heita Draumur. Aftur á móti var beiðni um karlkyns eiginnafnið Óðin hafnað þar sem ekki þótti hefð fyrir því að rita nafnið með aðeins einu enni. Kynhlutlausu nöfnin Tóní og Ranimosk Beiðni um kynhlutlausa eiginnafnið Tóní var samþykkt og nafnið fært á mannanafnaskrá. Beiðni um eiginnafnið Ranimosk var einnig samþykkt fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn. Fram kemur að Ranimosk hafi verið samþykkt þar sem það tæki íslenska eignarfallssendingu og uppfylli að öðru leyti 5. grein laga um mannanöfn. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók frá 2019 merkir orðið „skran, samansafn af lítilsverðum hlutum; ryk á eða í skotum, mosarusl.“ Ísfjörð má en ekki Guðmundsen Beiðni um nafnið Guðmundsen var hafnað þar sem það er ekki dregið af íslenskum orðstofnum og að samkvæmt lögum eiga þeir einir rétt til að bera ættarnafn sem millinafn sem bera það eða eiga rétt til þess, eða eiga alsystkini, foreldri, afa eða ömmu sem hafa borið það sem eiginnafn, millinafn eða ættarnafn eða eiga maka sem ber það sem millinafn eða ættarnafn. Aftur á móti var millinafnið Ísfjörð samþykkt þar sem það er dregið af íslenskum orðstofni, hefur ekki unnið sér hefð sem eiginafn og getur ekki orðið nafnbera til ama. Þá væri nafnið ekki ættarnafn og uppfyllti því skilyrði laga um millinöfn. Mannanöfn Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Kvenkyns eiginnöfnin Love og Harne voru samþykkt. Fram kemur í úrskurðinum að í Þjóðskrá beri einn einstaklingur nafnið Love, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi nafnahefð, og er sá fæddur 2022. Þá kemur nafnið fyrir í tveimur manntölum frá 1703 til 1920. Það teljist því hefð fyrir nafninu á grundvelli vinnulagsreglna og það samþykkt. Karlkyns eiginnafnið Arin er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá. Þá má einnig heita Draumur. Aftur á móti var beiðni um karlkyns eiginnafnið Óðin hafnað þar sem ekki þótti hefð fyrir því að rita nafnið með aðeins einu enni. Kynhlutlausu nöfnin Tóní og Ranimosk Beiðni um kynhlutlausa eiginnafnið Tóní var samþykkt og nafnið fært á mannanafnaskrá. Beiðni um eiginnafnið Ranimosk var einnig samþykkt fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn. Fram kemur að Ranimosk hafi verið samþykkt þar sem það tæki íslenska eignarfallssendingu og uppfylli að öðru leyti 5. grein laga um mannanöfn. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók frá 2019 merkir orðið „skran, samansafn af lítilsverðum hlutum; ryk á eða í skotum, mosarusl.“ Ísfjörð má en ekki Guðmundsen Beiðni um nafnið Guðmundsen var hafnað þar sem það er ekki dregið af íslenskum orðstofnum og að samkvæmt lögum eiga þeir einir rétt til að bera ættarnafn sem millinafn sem bera það eða eiga rétt til þess, eða eiga alsystkini, foreldri, afa eða ömmu sem hafa borið það sem eiginnafn, millinafn eða ættarnafn eða eiga maka sem ber það sem millinafn eða ættarnafn. Aftur á móti var millinafnið Ísfjörð samþykkt þar sem það er dregið af íslenskum orðstofni, hefur ekki unnið sér hefð sem eiginafn og getur ekki orðið nafnbera til ama. Þá væri nafnið ekki ættarnafn og uppfyllti því skilyrði laga um millinöfn.
Mannanöfn Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira