Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2025 07:50 Guðrún Karls Helgudóttir er biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Rétt tæpur helmingur þjóðarinnar ber mikið traust til Þjóðkirkjunnar, ríflega tuttugu prósent segjast bera lítið traust en tæpur þriðjungur kveðst hvorki bera mikið né lítið traust til kirkjunnar samkvæmt nýrri könnun Gallup. Traust til stofnunarinnar hefur vaxið töluvert undanfarin tvö ár en umtalsvert meiri ánægja mælist með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups en með störf forvera hennar í embætti. Um er að ræða niðurstöður netkönnunar Gallup sem gerð var dagana 30. október til 26. nóvember. Í úrtaki voru 2.815 manns og var svarhlutfall 43,5%. Athygli vekur að traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist til muna síðastliðin tvö ár og nálgast nú það sama og var fyrir hrun. Eldra fólk er líklegra til að bera meira traust til kirkjunnar og karlar bera minna traust til hennar en konur. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mest traust til kirkjunnar ef horft er til stjórnmálaviðhorfa þeirra sem svöruðu könnuninni og kjósendur Miðflokksins einna minnst, en þeir sem segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa bera þó minnst traust til þjóðkirkjunnar. Konur ánægðari með biskup en karlar Þá segjast hátt í 57% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, en ríflega 11% segjast óánægð. Um 32% segjast hvorki ánægð né óánægð og um 15% tóku ekki afstöðu. „Reynslan sýnir að ánægja með störf biskupa og fleiri embættismanna er oft mest í byrjun en hlutfall þeirra sem eru ánægð með störf Guðrúnar er hærra en hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur þegar hún hóf störf fyrir rúmum áratug,“ segir í tilkynningu Gallup, en Guðrún tók við embætti í september í fyrra. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups af Agnesi M. Sigurðardóttur í fyrrahaust.Vísir/Vilhelm Aftur eru konur líklegri en karlar til að vera ánægð með störf biskups, en 66% kvenna segjast ánægðar með störf Guðrúnar, en 48% karla. Aðeins 7% kvenna segjast óánægðar með störf hennar á móti 15% karla. Sömuleiðis eru kjósendur Framsóknarflokksins ánægðastir með störf biskups og kjósendur Miðflokksins óánægðastir. Fólk í yngsta aldurshópnum, það er 18 til 29 ára er ekki eins ánægt með störf biskups og fólk í öðrum aldurshópum, en í þeim aldurshópi er jafnframt hæst hlutfall þeirra sem segist hvorki ánægt né óánægt með störf hennar. Minnsti stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju í tvo áratugi Spurt var einnig hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Um 48% sögðust hlynntir, 28% andvíg og 24% segjast hvorki hlynnt né andvíg. Athygli vekur einnig að hlutfall þeirra sem segjast hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju ekki mælst lægra í næstum tvo áratugi. „Karlar eru frekar andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar honum. Fólk er almennt hlynntara aðskilnaði eftir því sem það er yngra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar. Þau sem kysu aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis nú eru hlynntust aðskilnaði ríkis og kirkju en þar á eftir þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru andvígust aðskilnaði,“ segir í tilkynningunni. Skoðanakannanir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður netkönnunar Gallup sem gerð var dagana 30. október til 26. nóvember. Í úrtaki voru 2.815 manns og var svarhlutfall 43,5%. Athygli vekur að traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist til muna síðastliðin tvö ár og nálgast nú það sama og var fyrir hrun. Eldra fólk er líklegra til að bera meira traust til kirkjunnar og karlar bera minna traust til hennar en konur. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mest traust til kirkjunnar ef horft er til stjórnmálaviðhorfa þeirra sem svöruðu könnuninni og kjósendur Miðflokksins einna minnst, en þeir sem segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa bera þó minnst traust til þjóðkirkjunnar. Konur ánægðari með biskup en karlar Þá segjast hátt í 57% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, en ríflega 11% segjast óánægð. Um 32% segjast hvorki ánægð né óánægð og um 15% tóku ekki afstöðu. „Reynslan sýnir að ánægja með störf biskupa og fleiri embættismanna er oft mest í byrjun en hlutfall þeirra sem eru ánægð með störf Guðrúnar er hærra en hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur þegar hún hóf störf fyrir rúmum áratug,“ segir í tilkynningu Gallup, en Guðrún tók við embætti í september í fyrra. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups af Agnesi M. Sigurðardóttur í fyrrahaust.Vísir/Vilhelm Aftur eru konur líklegri en karlar til að vera ánægð með störf biskups, en 66% kvenna segjast ánægðar með störf Guðrúnar, en 48% karla. Aðeins 7% kvenna segjast óánægðar með störf hennar á móti 15% karla. Sömuleiðis eru kjósendur Framsóknarflokksins ánægðastir með störf biskups og kjósendur Miðflokksins óánægðastir. Fólk í yngsta aldurshópnum, það er 18 til 29 ára er ekki eins ánægt með störf biskups og fólk í öðrum aldurshópum, en í þeim aldurshópi er jafnframt hæst hlutfall þeirra sem segist hvorki ánægt né óánægt með störf hennar. Minnsti stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju í tvo áratugi Spurt var einnig hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Um 48% sögðust hlynntir, 28% andvíg og 24% segjast hvorki hlynnt né andvíg. Athygli vekur einnig að hlutfall þeirra sem segjast hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju ekki mælst lægra í næstum tvo áratugi. „Karlar eru frekar andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar honum. Fólk er almennt hlynntara aðskilnaði eftir því sem það er yngra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar. Þau sem kysu aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis nú eru hlynntust aðskilnaði ríkis og kirkju en þar á eftir þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru andvígust aðskilnaði,“ segir í tilkynningunni.
Skoðanakannanir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira