Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 09:02 Gianni Infantino, forseti FIFA, með heimsbikarinn. Getty/Hector Vivas Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur. Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu