Enski boltinn

Býður Salah vel­kominn til Sádi-Arabíu

Aron Guðmundsson skrifar
Omar Mugharbel er framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar. Hann veit fyrir víst að félög þar í landi hafi áhuga á Mohamed Salah, leikmanni Liverpool
Omar Mugharbel er framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar. Hann veit fyrir víst að félög þar í landi hafi áhuga á Mohamed Salah, leikmanni Liverpool Vísir/Samsett

Framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar segir félög þar vilja klófesta Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 

Framtíð Salah hjá Liverpool er óljós eftir viðtal sem hann veitti blaðamönnum eftir leik gegn Leeds United um síðastliðna helgi þar sem að Egyptinn var ónotaður varamaður. 

Salah lýsti því hvernig verið væri að kasta honum undir rútuna og gera að blóraböggli fyrir slæmu gengi liðsins upp á síðkastið. Þá sagði hann samband sitt og knattspyrnustjórans Arne Slot brostið. 

Félagsskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi og gæti vel farið svo að Salah haldi á önnur mið, hann var ekki hluti af leikmannahópi Liverpool í gær er liðið bar 1-0 sigur úr býtum gegn Inter í Meistaradeildinni. 

Vitað er af áhuga liða í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum á hans kröftum og nú hefur Omar Mugharbel, framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar stigið fram og blandað sér í umfræðuna. 

„Að sjálfsögðu er Salah skotmark liða í deildinni,“ sagði Omar á World Football Summit ráðstefnunni sem fer nú fram í Riyadh. 

„Við bjóðum Salah velkominn til Sádi-Arabíu en það eru félögin sjálf sem eru ábyrg fyrir því að reyna semja við hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×