Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 9. desember 2025 08:45 Stafrænt ofbeldi er vaxandi samfélagsmein og verða þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt alltaf færri og færri. Þó birtingarmyndirnar séu nýjar, eru rótin og mynstrin þau sömu: misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir. Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til að áreita, stjórna og þagga niður í konum .Konur þurfa sífellt að vega og meta öryggi sitt á götum borgarinnar, vinnustaðnum, heima hjá sér og í nánum samböndum. Nú hefur bæst við enn einn vettvangur: netið og stafrænt rými sem fylgir okkur hvert sem við förum. Konur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þær birta mynd, skrifa athugasemd eða taka þátt í samfélagsumræðu. Konur þurfa að íhuga hvaða áhætta felst í því að vera sýnilegar, að tjá sig, að standa fast á sínu… að vera til. Gerendur hins vegar geta nýtt stafræna vettvanginn til að beita ofbeldi með miklum sveigjanleika í aðferðum og nafnleysi. Þeir nýta sér ýmsar leiðir svo sem dreifingu myndefnis án samþykkis, hótanir, rakningu, stöðuga áreitni og hatursorðræðu. Nýjar leiðir með sama ofbeldinu, nú fléttað inn í daglegt líf kvenna með engri undankomuleið. Það þarf vart að útlista afleiðingar hvers kyns ofbeldis, þær eru alltaf jafn alvarlegar sama í hvaða formi það er. Gerendur fá oft frípassa í ofbeldismálum og hann virkar líka á stafrænum vettvangi. Það virðist enginn munur á því hvernig ofbeldinu er beitt, kerfið er oftast vanbúið til að takast á við þau mál. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf viðurkennt aukningu á stafrænu kynferðisofbeldi og skýrslur sýna að meirihluti íslenskra kvenna sem verður fyrir stafrænu ofbeldi tilkynnir það ekki - vegna vantrausts á kerfinu. Kerfi sem nauðsynlegt er að bæta svo að gerendur finni fyrir afleiðingum brota sinna en ekki síst svo að brotaþolar fái á tilfinninguna að það sé eitthvað hægt að gera og að það þjóni tilgangi að tilkynna og kæra brot. Við megum ekki sætta okkur við að konur séu aldrei öruggar. Við megum ekki samþykkja að þeir sem beita ofbeldi hafi yfirburðastöðu innan kerfisins sem á að vernda þolendur. Og við verðum að viðurkenna að stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki ,,netvandamál” heldur samfélagsleg áskorun sem endurspeglar rótgróið valdakerfi sem við höfum leyft að grassera allt of lengi. Það er búið að normalísera að konur þurfi stöðugt að verja sig. Það þykir eðlilegt í dag að konur deili staðsetningu sinni þegar þær fara á stefnumót eða tali í símann á meðan þær ganga heim til sín. Sumar konur gefa upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu til að forðast áreiti eða láta leigubílinn stoppa 3 húsum frá heimili þeirra. Þetta er þreytandi. Það er þreytandi að þurfa sífellt að huga að öryggi sínu og geta ekki slakað á. Það er mögulegt að ein dreifing myndefnis í óleyfi, ein hótun eða ein athugasemd hafi afgerandi afleiðingar fyrir þolanda. Gefum ofbeldismönnum ekki frípassa til að beita ofbeldi án þess að þurfa axla ábyrgðina. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi er vaxandi samfélagsmein og verða þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt alltaf færri og færri. Þó birtingarmyndirnar séu nýjar, eru rótin og mynstrin þau sömu: misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir. Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til að áreita, stjórna og þagga niður í konum .Konur þurfa sífellt að vega og meta öryggi sitt á götum borgarinnar, vinnustaðnum, heima hjá sér og í nánum samböndum. Nú hefur bæst við enn einn vettvangur: netið og stafrænt rými sem fylgir okkur hvert sem við förum. Konur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þær birta mynd, skrifa athugasemd eða taka þátt í samfélagsumræðu. Konur þurfa að íhuga hvaða áhætta felst í því að vera sýnilegar, að tjá sig, að standa fast á sínu… að vera til. Gerendur hins vegar geta nýtt stafræna vettvanginn til að beita ofbeldi með miklum sveigjanleika í aðferðum og nafnleysi. Þeir nýta sér ýmsar leiðir svo sem dreifingu myndefnis án samþykkis, hótanir, rakningu, stöðuga áreitni og hatursorðræðu. Nýjar leiðir með sama ofbeldinu, nú fléttað inn í daglegt líf kvenna með engri undankomuleið. Það þarf vart að útlista afleiðingar hvers kyns ofbeldis, þær eru alltaf jafn alvarlegar sama í hvaða formi það er. Gerendur fá oft frípassa í ofbeldismálum og hann virkar líka á stafrænum vettvangi. Það virðist enginn munur á því hvernig ofbeldinu er beitt, kerfið er oftast vanbúið til að takast á við þau mál. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf viðurkennt aukningu á stafrænu kynferðisofbeldi og skýrslur sýna að meirihluti íslenskra kvenna sem verður fyrir stafrænu ofbeldi tilkynnir það ekki - vegna vantrausts á kerfinu. Kerfi sem nauðsynlegt er að bæta svo að gerendur finni fyrir afleiðingum brota sinna en ekki síst svo að brotaþolar fái á tilfinninguna að það sé eitthvað hægt að gera og að það þjóni tilgangi að tilkynna og kæra brot. Við megum ekki sætta okkur við að konur séu aldrei öruggar. Við megum ekki samþykkja að þeir sem beita ofbeldi hafi yfirburðastöðu innan kerfisins sem á að vernda þolendur. Og við verðum að viðurkenna að stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki ,,netvandamál” heldur samfélagsleg áskorun sem endurspeglar rótgróið valdakerfi sem við höfum leyft að grassera allt of lengi. Það er búið að normalísera að konur þurfi stöðugt að verja sig. Það þykir eðlilegt í dag að konur deili staðsetningu sinni þegar þær fara á stefnumót eða tali í símann á meðan þær ganga heim til sín. Sumar konur gefa upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu til að forðast áreiti eða láta leigubílinn stoppa 3 húsum frá heimili þeirra. Þetta er þreytandi. Það er þreytandi að þurfa sífellt að huga að öryggi sínu og geta ekki slakað á. Það er mögulegt að ein dreifing myndefnis í óleyfi, ein hótun eða ein athugasemd hafi afgerandi afleiðingar fyrir þolanda. Gefum ofbeldismönnum ekki frípassa til að beita ofbeldi án þess að þurfa axla ábyrgðina. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar