Ofsótt af milljarðamæringi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2025 08:32 Skilaboðin höfðu alvarleg áhrif á Marie Höbinger sem var einfaldlega að reyna að spila eins vel og hún gat í íþrótt og liði sem hún elskar. Getty/Andrea Southam Maður hefur játað sig sekan um að hafa setið um Marie Höbinger, miðjumann Liverpool, eftir að hafa sent henni ítrekuð skilaboð og mætt á einn af leikjum hennar. Í yfirlýsingu á vefsíðu bresku saksóknaraþjónustunnar kom fram að hinn 42 ára gamli Mangal Dalal hafi játað að hafa sent leikmanninum skilaboð í gegnum Instagram á tímabilinu 27. janúar 2025 til 16. febrúar 2025. Nokkrir breskir fjölmiðlar greina frá þessu og segja að þar sé á ferðinni athafnamaðurinn og milljarðamæringurinn Mangal Dalal. Skilaboðunum var lýst sem „oft kynferðislega grófum“ og innihéldu símanúmer hans og póstnúmer. Hann bað hana einnig um að heimsækja sig og gaf í skyn að hann myndi mæta á leiki hennar. Dalal ferðaðist síðan til að sjá 4-0 tap Liverpool á útivelli gegn Manchester City þann 16. febrúar 2025. Vallarstarfsmaður kom auga á hann og lét öryggisfulltrúa vita. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Dalal játaði að hafa setið um hana þegar lögreglan yfirheyrði hann en sagðist vera „andlega veikur“. Saksóknaraþjónustan ákærði Dalal fyrir að sitja um hana og dómur yfir honum verður kveðinn upp þann 20. janúar 2026. Yfirsaksóknarinn Sarah McInerney sagði að Dalal hafa notað hana til að „tjá fantasíur sínar“. Hún bætti við: „Skilaboð hans voru áköf, stöðug og algjörlega óviðeigandi. Þau höfðu alvarleg áhrif á leikmanninn sem var einfaldlega að reyna að spila eins vel og hún gat í íþrótt og liði sem hún elskar.“ „Hegðun Dalals var glæpsamleg og verður ekki liðin í réttlátu og jöfnu samfélagi. Við viljum þakka fröken Hobinger og Liverpool FC fyrir hjálp þeirra við að koma Dalal fyrir rétt.“ Í skýrslu saksóknaraþjónustunnar kom fram að Höbinger hefði haft áhyggjur og tilkynnt skilaboðin frá Dalal til Liverpool. Eins og greint var frá í Mirror leiddi þetta til þess að austurríska landsliðskonan réð sér „öryggisfulltrúa“ sem lífvörð til að fylgja sér til og frá leikjum Liverpool vegna áhyggna um öryggi sitt. Öryggisfulltrúinn bar kennsl á Dalal sem manninn sem hafði sent Hobinger skilaboðin áður en lögreglan var kölluð til. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Í yfirlýsingu á vefsíðu bresku saksóknaraþjónustunnar kom fram að hinn 42 ára gamli Mangal Dalal hafi játað að hafa sent leikmanninum skilaboð í gegnum Instagram á tímabilinu 27. janúar 2025 til 16. febrúar 2025. Nokkrir breskir fjölmiðlar greina frá þessu og segja að þar sé á ferðinni athafnamaðurinn og milljarðamæringurinn Mangal Dalal. Skilaboðunum var lýst sem „oft kynferðislega grófum“ og innihéldu símanúmer hans og póstnúmer. Hann bað hana einnig um að heimsækja sig og gaf í skyn að hann myndi mæta á leiki hennar. Dalal ferðaðist síðan til að sjá 4-0 tap Liverpool á útivelli gegn Manchester City þann 16. febrúar 2025. Vallarstarfsmaður kom auga á hann og lét öryggisfulltrúa vita. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Dalal játaði að hafa setið um hana þegar lögreglan yfirheyrði hann en sagðist vera „andlega veikur“. Saksóknaraþjónustan ákærði Dalal fyrir að sitja um hana og dómur yfir honum verður kveðinn upp þann 20. janúar 2026. Yfirsaksóknarinn Sarah McInerney sagði að Dalal hafa notað hana til að „tjá fantasíur sínar“. Hún bætti við: „Skilaboð hans voru áköf, stöðug og algjörlega óviðeigandi. Þau höfðu alvarleg áhrif á leikmanninn sem var einfaldlega að reyna að spila eins vel og hún gat í íþrótt og liði sem hún elskar.“ „Hegðun Dalals var glæpsamleg og verður ekki liðin í réttlátu og jöfnu samfélagi. Við viljum þakka fröken Hobinger og Liverpool FC fyrir hjálp þeirra við að koma Dalal fyrir rétt.“ Í skýrslu saksóknaraþjónustunnar kom fram að Höbinger hefði haft áhyggjur og tilkynnt skilaboðin frá Dalal til Liverpool. Eins og greint var frá í Mirror leiddi þetta til þess að austurríska landsliðskonan réð sér „öryggisfulltrúa“ sem lífvörð til að fylgja sér til og frá leikjum Liverpool vegna áhyggna um öryggi sitt. Öryggisfulltrúinn bar kennsl á Dalal sem manninn sem hafði sent Hobinger skilaboðin áður en lögreglan var kölluð til.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira