Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 08:30 Fannar Sveinsson og Luka Modric hafa slegið saman lófum, á einu allra sárasta augnabliki í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Kvöldstund á skemmtistað með Mario Balotelli, „hrákafimman“ sem Luka Modric fékk frá Fannari og rjúpnaskytterí var á meðal þess sem rætt var um þegar Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson mættu í VARsjána á Sýn Sport í vikunni. Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni, sem í kvöld klukkan 19 stýra skemmtiþættinum Gott kvöld á Sýn, ásamt Sveppa, voru fengnir til að fara yfir sína uppáhalds fótboltamennn í VARsjánni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: VARsjáin - Uppáhaldsleikmenn Benna og Fannars Benedikt benti á að Fannar hefði nú á sínum tíma slegið í spaðann á einum frægasta knattspyrnumanni heims, Króatanum Luka Modric, en það var eftir að Króatía vann umspilið við Ísland um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Myndband af því þegar Fannar virtist hrækja í lófa sinn og gefa Modric svo fimmu fór á flug á internetinu. „Þetta varð eiginlega „viral“ á Youtube. Ég kann ekki króatísku en þetta fór víða og í Króatíu, og var með yfir milljón spilanir. En sannleikurinn er sá að ég gerði þetta [gaf Modric fimmu] og síðan eftir á hrækti ég. Þetta var sviðsett,“ viðurkenndi Fannar léttur. Myndbandið af þeim Fannari og Modric má í dag meðal annars finna á TikTok og miðað við ummæli við myndbandið hefur hátterni Fannars vakið ansi mikla reiði. Fannar rifjaði einnig upp þegar hann hitti Mario Balotelli á skemmtistað en er ekki mikill fótboltaáhugamaður og sagði systur sína frekar hafa verið spennta að hitta slíka stórstjörnu eins og Ítalinn var á sínum tíma. Fannar valdi sinn uppáhalds leikmann í enska boltanum og Benedikt valdi svo fimm manna úrvalslið af sínum uppáhalds Liverpool-mönnum í gegnum tíðina, og virtist valið koma þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni nokkuð á óvart. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og má finna alla þættina á Sýn+. Enski boltinn VARsjáin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni, sem í kvöld klukkan 19 stýra skemmtiþættinum Gott kvöld á Sýn, ásamt Sveppa, voru fengnir til að fara yfir sína uppáhalds fótboltamennn í VARsjánni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: VARsjáin - Uppáhaldsleikmenn Benna og Fannars Benedikt benti á að Fannar hefði nú á sínum tíma slegið í spaðann á einum frægasta knattspyrnumanni heims, Króatanum Luka Modric, en það var eftir að Króatía vann umspilið við Ísland um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Myndband af því þegar Fannar virtist hrækja í lófa sinn og gefa Modric svo fimmu fór á flug á internetinu. „Þetta varð eiginlega „viral“ á Youtube. Ég kann ekki króatísku en þetta fór víða og í Króatíu, og var með yfir milljón spilanir. En sannleikurinn er sá að ég gerði þetta [gaf Modric fimmu] og síðan eftir á hrækti ég. Þetta var sviðsett,“ viðurkenndi Fannar léttur. Myndbandið af þeim Fannari og Modric má í dag meðal annars finna á TikTok og miðað við ummæli við myndbandið hefur hátterni Fannars vakið ansi mikla reiði. Fannar rifjaði einnig upp þegar hann hitti Mario Balotelli á skemmtistað en er ekki mikill fótboltaáhugamaður og sagði systur sína frekar hafa verið spennta að hitta slíka stórstjörnu eins og Ítalinn var á sínum tíma. Fannar valdi sinn uppáhalds leikmann í enska boltanum og Benedikt valdi svo fimm manna úrvalslið af sínum uppáhalds Liverpool-mönnum í gegnum tíðina, og virtist valið koma þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni nokkuð á óvart. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og má finna alla þættina á Sýn+.
Enski boltinn VARsjáin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira