Handbolti

Elvar frá­bær í sigri á liðinu í öðru sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson og Elvar Ásgeirsson ánægðir á svip í leik með íslenska landsliðinu.
Björgvin Páll Gústavsson og Elvar Ásgeirsson ánægðir á svip í leik með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM

Elvar Ásgeirsson átti mjög góðan leik með Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann óvæntan sigur á Mors-Thy Håndbold.

Ribe-Esbjerg vann 32-31 eftir að hafa verið 13-12 yfir í hálfleik.

Mors-Thy Håndbold er í öðru sæti deildarinnar og átta sætum ofar en Ribe-Esbjerg.

Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Ribe-Esbjerg í baráttunni um sæti í efri hlutanum.

Elvar gerði frábæra hluti í kvöld, nýtti sex af sjö skotum sínum og átti einnig sex stoðsendingar á félaga sína.

Elvar var markhæstur í liðinu ásamt tveimur öðrum en þeir Morten Jörgensen og Karl Wallinius skoruðu líka sex mörk. Elvar gaf líka flestar stoðsendingar og kom að flestum mörkum í sínu liði í þessum flotta sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×