Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 11:01 Snævar Örn Kristmannsson, sundkappi úr Breiðabliki er íþróttamaður ársins 2025 hjá ÍF Vísir Snævar Örn Kristmannsson, íþróttamaður ársins 2025 hjá Íþróttasambandi fatlaðra, sló þrjátíu og þrjú Íslandsmet, fimm Evrópumet og eitt heimsmet á árinu sem nú er að líða. Hann stefnir á að gera allt sem hann gerði í lauginni í ár, enn þá hraðar á næsta ári. Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Snævar átti magnað ár, setti þrjátíu og þrjú Íslandsmet, fimm Evrópumet og á Íslandsmóti SSÍ setti hann hvorki meira né minna en nýtt heimsmet í 50 metra flugsundi. Á heimsmeistaramóti Virtus í Tælandi vann hann svo þrenn silfurverðlaun. „Ég er mjög ánægður og stoltur af sjálfum mér,“ sagði Snævar Örn í samtali við íþróttadeild. „Það er bara mjög mikill heiður að fá að vera hérna.“ Klippa: Snævar heimsmethafi og íþróttamaður ársins Á svona tímamótum er margs að þakka og er Snævar afar þakklátur fyrir alla þjálfara sem hann hefur haft fram að þessum tímapunkti, þeim liðum sem hann æfir með sem og fólkinu sem stendur að baki Íþróttasambandi fatlaðra. „Svo vil ég þakka mömmu og pabba.“ Heimsmetið í 50 metra flugsundi í flokki s19 er klárlega einn af hápunktunum á ári Snævars til þessa. Það setti hann á Íslandsmóti SSÍ. „Ég fékk að vita það fyrir sundið að ef ég myndi bæta tímann minn um ákveðið mikið þá gæti ég sett heimsmet. Það var mitt markmið komandi inn í sundið. Ég náði því og fékk það síðar staðfest, var reyndar á leiðinni í boðsund þá. Þetta var svakalegt.“ Er það ekki virkilega stórt fyrir mann sem íþróttamann að eiga heimsmet? „Jú, ég í raun get ekki útskýrt það.“ Stórt ár að renna sitt skeið fyrir Snævar en hvernig horfir hann á framhaldið? „Ég vil gera allt sem ég gerði á þessi ári hraðar,“ svaraði Snævar lunkinn. „Það eru nokkur mót framundan og þar af leiðandi fleiri tækifæri til þess að gera allt það sem ég geri hraðar.“ Sund Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Snævar átti magnað ár, setti þrjátíu og þrjú Íslandsmet, fimm Evrópumet og á Íslandsmóti SSÍ setti hann hvorki meira né minna en nýtt heimsmet í 50 metra flugsundi. Á heimsmeistaramóti Virtus í Tælandi vann hann svo þrenn silfurverðlaun. „Ég er mjög ánægður og stoltur af sjálfum mér,“ sagði Snævar Örn í samtali við íþróttadeild. „Það er bara mjög mikill heiður að fá að vera hérna.“ Klippa: Snævar heimsmethafi og íþróttamaður ársins Á svona tímamótum er margs að þakka og er Snævar afar þakklátur fyrir alla þjálfara sem hann hefur haft fram að þessum tímapunkti, þeim liðum sem hann æfir með sem og fólkinu sem stendur að baki Íþróttasambandi fatlaðra. „Svo vil ég þakka mömmu og pabba.“ Heimsmetið í 50 metra flugsundi í flokki s19 er klárlega einn af hápunktunum á ári Snævars til þessa. Það setti hann á Íslandsmóti SSÍ. „Ég fékk að vita það fyrir sundið að ef ég myndi bæta tímann minn um ákveðið mikið þá gæti ég sett heimsmet. Það var mitt markmið komandi inn í sundið. Ég náði því og fékk það síðar staðfest, var reyndar á leiðinni í boðsund þá. Þetta var svakalegt.“ Er það ekki virkilega stórt fyrir mann sem íþróttamann að eiga heimsmet? „Jú, ég í raun get ekki útskýrt það.“ Stórt ár að renna sitt skeið fyrir Snævar en hvernig horfir hann á framhaldið? „Ég vil gera allt sem ég gerði á þessi ári hraðar,“ svaraði Snævar lunkinn. „Það eru nokkur mót framundan og þar af leiðandi fleiri tækifæri til þess að gera allt það sem ég geri hraðar.“
Sund Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira