Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2025 14:17 Daníel Ingi Egilsson, Íslandsmethafi í langstökki Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið að hætta við fyrirætlanir sínar um að breyta útfærsli á stökksvæði í langstökki. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það með þessu vera að forða sér undan stríði við langstökkvara. Fyrr á árinu var greint frá því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið væri að íhuga að gera þessar breytingar á greininni sem hefði gert stökkvurunum sjálfum kleift að stökkva innan stærra svæðis. Hvað hefði breyst? Núverandi planki, sem hefur verið við lýði til fjölda ára, samanstendur af þrjátíu sentímetra svæði þar sem að langstökkvarar fá tuttugu sentímetra af hvítu svæði til þess að stökkva af til að stökkið teljist gilt. Í framhaldi af sentímetrunum tuttugu tekur við tíu sentímetra svæði í öðrum lit sem er svæði sem myndi gera stökkið ógilt ef stokkið er þaðan. Ef Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefði innleitt sínar hugmyndir þá yrði núverandi planka hent í burtu og við tæki fjörutíu sentímetra stökksvæði sem langstökkvarar mættu stökkva innan til þess að framkvæma gilt stökk. Í tengslum við þetta ræddi íþróttadeild við einn fremsta langstökkvara landsins, Daníel Inga Egilsson, sem sagði í febrúar fyrr á þessu ári að hann væri alls ekki hrifinn af þessari hugmynd. „Mér finnst hún í raun alveg út í hött,“ bætti Daníel við. Daníel var ekki eini langstökkvarinn sem setti sig upp á móti téðum hugmyndum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins og virðist gagnrýni stökkvaranna hafa ýtt við forráðamönnum sambandsins. „Raunveruleikinn er sá að íþróttafólkið vill ekki þessar breytingar,“ segir Joe Ridgeon, framkvæmdastjóri Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í samtali við The Guardian. „Þar af leiðandi munum við ekki innleiða þessa hugmynd. Í enda dags ferðu ekki í stríð við mikilvægasta fólk greinarinnar.“ Hann segir sambandið ekki sjá eftir því að hafa farið í þá vinnu að reyna koma á breytingum í greininni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Fyrr á árinu var greint frá því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið væri að íhuga að gera þessar breytingar á greininni sem hefði gert stökkvurunum sjálfum kleift að stökkva innan stærra svæðis. Hvað hefði breyst? Núverandi planki, sem hefur verið við lýði til fjölda ára, samanstendur af þrjátíu sentímetra svæði þar sem að langstökkvarar fá tuttugu sentímetra af hvítu svæði til þess að stökkva af til að stökkið teljist gilt. Í framhaldi af sentímetrunum tuttugu tekur við tíu sentímetra svæði í öðrum lit sem er svæði sem myndi gera stökkið ógilt ef stokkið er þaðan. Ef Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefði innleitt sínar hugmyndir þá yrði núverandi planka hent í burtu og við tæki fjörutíu sentímetra stökksvæði sem langstökkvarar mættu stökkva innan til þess að framkvæma gilt stökk. Í tengslum við þetta ræddi íþróttadeild við einn fremsta langstökkvara landsins, Daníel Inga Egilsson, sem sagði í febrúar fyrr á þessu ári að hann væri alls ekki hrifinn af þessari hugmynd. „Mér finnst hún í raun alveg út í hött,“ bætti Daníel við. Daníel var ekki eini langstökkvarinn sem setti sig upp á móti téðum hugmyndum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins og virðist gagnrýni stökkvaranna hafa ýtt við forráðamönnum sambandsins. „Raunveruleikinn er sá að íþróttafólkið vill ekki þessar breytingar,“ segir Joe Ridgeon, framkvæmdastjóri Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í samtali við The Guardian. „Þar af leiðandi munum við ekki innleiða þessa hugmynd. Í enda dags ferðu ekki í stríð við mikilvægasta fólk greinarinnar.“ Hann segir sambandið ekki sjá eftir því að hafa farið í þá vinnu að reyna koma á breytingum í greininni.
Hvað hefði breyst? Núverandi planki, sem hefur verið við lýði til fjölda ára, samanstendur af þrjátíu sentímetra svæði þar sem að langstökkvarar fá tuttugu sentímetra af hvítu svæði til þess að stökkva af til að stökkið teljist gilt. Í framhaldi af sentímetrunum tuttugu tekur við tíu sentímetra svæði í öðrum lit sem er svæði sem myndi gera stökkið ógilt ef stokkið er þaðan. Ef Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefði innleitt sínar hugmyndir þá yrði núverandi planka hent í burtu og við tæki fjörutíu sentímetra stökksvæði sem langstökkvarar mættu stökkva innan til þess að framkvæma gilt stökk.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira