Réðust á sína eigin leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 21:27 Terem Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku en hann var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans. Getty/ Jonathan Moscrop Sóknarmennirnir Terem Moffi og Jérémie Boga hjá franska fótboltafélaginu Nice hafa báðir fengið leyfi frá liðinu eftir að þeir urðu fyrir meintri líkamsárás af hendi eigin stuðningsmanna á sunnudagskvöldið. Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025 Franski boltinn Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025
Franski boltinn Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira