Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 19:30 Tom Aspinall er enn að glíma við afleiðingar þess að potað var í bæði augun hans í síðasta bardaga. Getty/ Chris Unger Bardagakappanum Tom Aspinall hefur verið bannað af læknum sínum að snúa aftur í hringinn. Þetta er komið til vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta bardaga. Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira
Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Sjá meira