Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 23:15 Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Tapið gegn Serbíu í kvöld var eins svekkjandi og hugsast getur. Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira