Sport

Snævar Örn setti Evrópu­met og heims­met féll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norðurlandameistaramótið í sundi fer fram á Íslandi um helgina.
Norðurlandameistaramótið í sundi fer fram á Íslandi um helgina. SSÍ

Snævar Örn Kristmannsson setti Evrópumet á úrslitakvöldi fyrsta dags Norðurlandameistaramótsins í sundi sem fer fram í Laugardalslauginni um helgina.

Pernilla Lindberg frá Svíþjóð setti líka nýtt heimsmet í flokki S14 í 400 metra skriðsundi kvenna með tímanum 4:30,12 og stal senunni í upphafi kvöldsins með afar sannfærandi sundi.

Blikinn Snævar Örn Kristmannsson setti þetta nýja Evrópumet í flokki S19 þegar hann kom í mark í 100 metra flugsundi karla á 59,61 sekúndum.

Þetta er ekki fyrsta alþjóðlega metið hjá Snævari en hann setti heimsmet í 50 metra flugsundi á ÍM25.

Það voru fleiri met sem féllu en þau má sjá öll hér fyrir neðan.

Metasyrpan hélt áfram með frábærum sundum parasundmanna:

Robin Hakansson (Svíþjóð), S9 - 400 metra skriðsund karla 4:45,53, sænskt met

Ronja Hampf (Finnland), S11 - 50 metra bak kvenna 43,00, finnskt met

Freja Kvist (Danmörk), S10 - 50m bak kvenna 35,69, danskt met

Snævar Örn Kristmannsson (Ísland), S19 - 100 metra flugsund karla 59,61, Íslandsmet og Evrópumet

Marius Danielsen (Danmörk), S19 - 100 metra flugsund karla 1:01,43, danskt met

Victor Ludo Mieke Carnel (Noregur), SB12 - 100 metra bringusund karla 1:23,44, norskt met

Freja Kvist (Danmörk), S10 - 50 metra skriðsund kvenna 30,62, danskt met




Fleiri fréttir

Sjá meira


×