Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 07:27 Heimir Hallgrímsson og markvörðurinn Caoimhin Kelleher féllust í faðma eftir að Írland komst áfram í HM-umspilið. GEtty/Stephen McCarthy John Martin, yfirmaður knattspyrnumála írska knattspyrnusambandsins, færir í viðtali mörg rök fyrir því að vilja halda Heimi Hallgrímssyni sem landsliðsþjálfara en neitar þó að svara því hvort honum verði boðinn nýr samningur á næstunni. „Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
„Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira