Fótbolti

María aftur heim til Klepp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Þórisdóttir er komin aftur heim.
María Þórisdóttir er komin aftur heim. Getty/Marcio Machado

Eftir stutt stopp hjá Brann er María Þórisdóttir gengin aftur í raðir Klepp.

María hóf ferilinn hjá Klepp og lék með liðinu til 2017 er hún fór til Chelsea.

María lék með Chelsea til 2021, svo með Manchester United í tvö ár og Brighton í tvö ár áður en hún fór til Marseille. 

Eftir stutta dvöl þar og hjá Brann hefur hún skrifað undir tveggja ára samning við Klepp sem hefur tryggt sér sæti í norsku B-deildinni fyrir næsta tímabil.

Hinn 32 ára María er dóttir Þóris Hergeirssonar, fyrrverandi þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, og Kirsten Gaard. Hún hefur leikið 71 landsleik fyrir Noreg og skorað þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×