Fótbolti

Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille.
Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille. Vísir/Getty

Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille unnu sterkan 4-2 sigur er liðið tók á móti Paris FC í frönsku deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hákon hóf leik á varamannabekk Lille, en kom inn á á 61. mínútu.

Þá var staðan 1-1 eftir að Willem Geubbels hafði komið Paris yfir og Olivier Giroud jafnað metin fyrir Lille.

Giroud var svo aftur á ferðinni á 77. mínútu þegar hann kom heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum áður en Aissa Mandi skoraði þriðja mark liðsins þremur mínútum síðar.

Lohann Doucet minnkaði muninn fyrir Paris á 85. mínútu, en Norðmaðurinn Marius Broholm endurheimti tveggja marka forskot heimamanna með marki úr vítaspyrnu og niðurstaðan varð 4-2 sigur Lille.

Með sigrinum stekkur Lille úr sjöunda sæti og upp í það fjórða. Liðið er nú með 23 stig eftir 13 leiki, sjö stigum á eftir toppliði PSG.

Paris situr hins vegar í 12. sæti með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×