Enski boltinn

Hetja kvöldsins gæti skipt um lands­lið og farið með Skotum á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harvey Barnes fagnar marki sínu fyrir Newcastle í sigrinum á Manchester City á St James' Park í kvöld.
Harvey Barnes fagnar marki sínu fyrir Newcastle í sigrinum á Manchester City á St James' Park í kvöld. Getty/Stu Forster

Harvey Barnes skoraði bæði mörk Newcastle United í frábærum 2-1 sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

„Þetta eru stór úrslit fyrir okkur, úrslit sem við þurftum svo sannarlega á að halda eftir nokkur slæm úrslit. Þvílíkur leikur að taka þátt í. Við komum virkilega dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik og þetta eru gríðarlega mikilvæg þrjú stig,“ sagði Harvey Barnes við Sky Sports eftir leikinn.

Hann fékk algjör dauðafæri í fyrri hálfleik en klúðraði því. Bætti upp það fyrr með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.

„Þetta er fótbolti og því fyrr sem þú jafnar þig á glötuðum færum, því fyrr kemurðu til baka, þannig að það var bara að gleyma því og halda áfram,“ sagði Barnes.

„Ég er sammála, þetta er færi sem ég á að skora úr. Þegar þú kemst í þá stöðu snýst þetta um að hitta á markið. Í leiknum snýst þetta um að finna þessa yfirvegun. Svo þarf maður að bíða þessar hræðilegu tvær mínútur til að sjá hvort það sé rangstaða eða ekki,“ sagði Barnes en seinna markið hans var skoðað lengi af myndbandsdómurum leiksins.

Svo gæti farið að hetja kvöldsins sé á leiðinni með Skotum á HM næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á enska landsliðið en ekki komist þangað inn. Hann hefur tengsl til Skotlands og enskir miðlar hafa fjallað mikið um möguleg landsliðsskipti.

Það er ekki í huga mínum í augnablikinu. Það er langt í sumarið og gengið hjá okkur í félaginu hefur ekki verið upp á sitt besta. Eina einbeitingin mín var á leikinn í kvöld og næstu leiki sem við eigum fram undan. Ég get ekki sagt að ég hafi hugsað neitt út í það, það var bara að klára verkið í kvöld, sem við og gerðum,“ sagði Barnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×