United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 12:00 Frank Ilett ætlar að láta hárið fræga hjálpa góðu málefni. @theunitedstrand Frank Ilett er líklega einn þekktasti stuðningsmaður Manchester United í dag og hann ætlar að nota frægðina sína til að hjálpa þeim sem þurfa á miklum stuðningi að halda. Ilett heldur úti The United Strand Instagram-síðunni og hefur lofað að klippa ekki hárið sitt fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð. Nú fylgjast yfir 722 þúsund manns með síðunni hans. Frank hefur nú safnað hári í 413 daga og þar sem United-liðið náði aðeins jafntefli í síðasta leik sínum á móti Tottenham þá eru að minnsta kosti fimm leikir í klippingu. Næstu fimm leikir eru á móti Everton, Crystal Palace, West Ham, Wolves og Bournemouth en sá síðasti fer fram 15. desember. Takist United að vinna alla þessa fimm leiki gætu góðgerðasamtök fengið góða jólagjöf í ár. Hárið hans Frank er auðvitað orðið heimsfrægt og hann ætlar að nýta sér það fyrir gott málefni. „Þetta hefur tekið lengri tíma en ég bjóst við en núna þegar hárið á mér er orðið svona sítt ætla ég að gefa það til Little Princess-sjóðsins þegar að því kemur að ég fer í klippingu,“ sagði Frank Ilett. „Þau samtök búa til hárkollur fyrir ungt fólk sem glímir við hárlos vegna krabbameinsmeðferðar. Þau styðja líka við bakið á þeim og fjölskyldum þeirra á þessum erfiðu tímum og eru einn stærsti góðgerðarsjóðurinn sem styrkir rannsóknir á barnakrabbameini í Bretlandi,“ sagði Frank sem nær vonandi að safna veglegum pening fyrir litlu prinsessurnar. „Við höfum þegar safnað ótrúlegri upphæð en ég vona að við getum haldið áfram að hjálpa þessu frábæra góðgerðarfélagi og vekja athygli á Little Princess-sjóðnum,“ sagði Frank eins og sjá má hér fyrir neðan. Næsti leikur Manchester United er í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton annað kvöld. View this post on Instagram A post shared by JustGiving (@justgiving) Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Ilett heldur úti The United Strand Instagram-síðunni og hefur lofað að klippa ekki hárið sitt fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð. Nú fylgjast yfir 722 þúsund manns með síðunni hans. Frank hefur nú safnað hári í 413 daga og þar sem United-liðið náði aðeins jafntefli í síðasta leik sínum á móti Tottenham þá eru að minnsta kosti fimm leikir í klippingu. Næstu fimm leikir eru á móti Everton, Crystal Palace, West Ham, Wolves og Bournemouth en sá síðasti fer fram 15. desember. Takist United að vinna alla þessa fimm leiki gætu góðgerðasamtök fengið góða jólagjöf í ár. Hárið hans Frank er auðvitað orðið heimsfrægt og hann ætlar að nýta sér það fyrir gott málefni. „Þetta hefur tekið lengri tíma en ég bjóst við en núna þegar hárið á mér er orðið svona sítt ætla ég að gefa það til Little Princess-sjóðsins þegar að því kemur að ég fer í klippingu,“ sagði Frank Ilett. „Þau samtök búa til hárkollur fyrir ungt fólk sem glímir við hárlos vegna krabbameinsmeðferðar. Þau styðja líka við bakið á þeim og fjölskyldum þeirra á þessum erfiðu tímum og eru einn stærsti góðgerðarsjóðurinn sem styrkir rannsóknir á barnakrabbameini í Bretlandi,“ sagði Frank sem nær vonandi að safna veglegum pening fyrir litlu prinsessurnar. „Við höfum þegar safnað ótrúlegri upphæð en ég vona að við getum haldið áfram að hjálpa þessu frábæra góðgerðarfélagi og vekja athygli á Little Princess-sjóðnum,“ sagði Frank eins og sjá má hér fyrir neðan. Næsti leikur Manchester United er í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton annað kvöld. View this post on Instagram A post shared by JustGiving (@justgiving)
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira