Fótbolti

Sigur skaut liði Ingi­bjargar upp um þrjú sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í byrjunarliði Freiburg.
Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í byrjunarliði Freiburg. Vísir/Getty

Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Freiburg unnu góðan 3-0 sigur er liðið tók á móti Carl Zeiss Jena í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ingibjörg var á sínum stað í byrjunarliði Freiburg og lék allan leikinn fyrir liðið í dag.

Heimakonur komust yfir strax á sjöundu mínútu með marki frá Luca Emily Birkholz áður en Selina Vobian tvöfaldaði forystu liðsins þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Það var svo Aurelie Csillag semm innsiglaði sigur heimkvenna með marki á 85. mínútu og þar við sat.

Niðurstaðan því 3-0 sigur Freiburg sem stekkur úr sjöunda sæti upp í það fjórða. Liðið er nú með 19 stig eftir 11 leiki, níu stigum á eftir toppliði Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×