Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2025 11:16 Arne Slot sagði frá meiðslum Conor Bradley á blaðamannafundinum í dag. Getty/Nick Potts Arne Slot tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Liverpool yrði án Conor Bradley og Florian Wirtz á morgun, gegn Nottingham Forest. Hann var spurður út í áhrif fráfalls Diogo Jota á Liverpool-liðið en sagði ekki koma til greina að kenna því um gengi liðsins á leiktíðinni. Bradley verður frá keppni næstu þrjár vikurnar en Wirtz í skemmri tíma. Liverpool verður einnig án Jeremie Frimpong sem skapar mikil vandræði með stöðu hægri bakvarðar, nú þegar framundan eru sjö leikir á þremur vikum. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool eru að Alisson ætti að geta snúið aftur í markið á morgun. Slot var svo spurður út í viðtal Andy Robertson eftir að Skotar tryggðu sig inn á HM á mánudaginn, þar sem vinstri bakvörðurinn sagðist hafa hugsað til Jota allan daginn, og hvort að honum þætti gagnrýnin á Liverpool ósanngjörn eftir áfallið í sumar. „Það verður alltaf þannig að gagnrýnin er stundum sanngjörn og stundum ósanngjörn. Ég sá viðtalið í beinni og ég veit að þetta er ákveðið mál fyrir okkur, sem er algjörlega eðlilegt. En svo hugsar maður líka og finnur svo mikið til með konu hans og börnum því þetta er svo, svo mikið erfiðara fyrir þau en fyrir okkur,“ sagði Slot en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Klippa: Arne Slot á blaðamannafundi „Það er alveg á hreinu að við söknum leikmannsins og manneskjunnar,“ hélt Slot áfram. „Það er kannski til að undirstrika það að við erum núna að mæta Nottingham Forest og á síðustu leiktíð vorum við 1-0 undir gegn Forest en það tók hann [Jota] bara eina mínútu að skora og jafna metin. Þarna er ég að tala um leikmanninn, sem við söknum svo sannarlega. Okkur hefur ekki tekist eins oft á þessari leiktíð að koma til baka eftir að hafa lent undir. Hann átti algjörlega sinn þátt í þessu á síðustu leiktíð. En við söknum hans auðvitað líka sem manneskju. Ég vil samt undirstrika að kona hans og börn sakna hans mun meira og foreldrar hans einnig,“ sagði Slot. Spurður frekar út i það hvernig sé að takast á við missinn af Jota sagði Slot: „Það er gott fyrir okkur að minnast hans stöðugt sem leikmannsins og manneskjunnar sem hann var. En það er ómögulegt að meta hver áhrifin eru á leikmennina og úrslitin. Það síðasta sem ég myndi gera er að nota þetta sem afsökun, einfaldlega því ég veit ekki áhrifin. Ég veit að við söknum hans sem leikmanns, og sem manneskju en ég veit ekki hvaða áhrif það hefur á frammistöðu okkar og úrslit. Við munum aldrei nota það sem afsökun.“ Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira
Bradley verður frá keppni næstu þrjár vikurnar en Wirtz í skemmri tíma. Liverpool verður einnig án Jeremie Frimpong sem skapar mikil vandræði með stöðu hægri bakvarðar, nú þegar framundan eru sjö leikir á þremur vikum. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool eru að Alisson ætti að geta snúið aftur í markið á morgun. Slot var svo spurður út í viðtal Andy Robertson eftir að Skotar tryggðu sig inn á HM á mánudaginn, þar sem vinstri bakvörðurinn sagðist hafa hugsað til Jota allan daginn, og hvort að honum þætti gagnrýnin á Liverpool ósanngjörn eftir áfallið í sumar. „Það verður alltaf þannig að gagnrýnin er stundum sanngjörn og stundum ósanngjörn. Ég sá viðtalið í beinni og ég veit að þetta er ákveðið mál fyrir okkur, sem er algjörlega eðlilegt. En svo hugsar maður líka og finnur svo mikið til með konu hans og börnum því þetta er svo, svo mikið erfiðara fyrir þau en fyrir okkur,“ sagði Slot en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Klippa: Arne Slot á blaðamannafundi „Það er alveg á hreinu að við söknum leikmannsins og manneskjunnar,“ hélt Slot áfram. „Það er kannski til að undirstrika það að við erum núna að mæta Nottingham Forest og á síðustu leiktíð vorum við 1-0 undir gegn Forest en það tók hann [Jota] bara eina mínútu að skora og jafna metin. Þarna er ég að tala um leikmanninn, sem við söknum svo sannarlega. Okkur hefur ekki tekist eins oft á þessari leiktíð að koma til baka eftir að hafa lent undir. Hann átti algjörlega sinn þátt í þessu á síðustu leiktíð. En við söknum hans auðvitað líka sem manneskju. Ég vil samt undirstrika að kona hans og börn sakna hans mun meira og foreldrar hans einnig,“ sagði Slot. Spurður frekar út i það hvernig sé að takast á við missinn af Jota sagði Slot: „Það er gott fyrir okkur að minnast hans stöðugt sem leikmannsins og manneskjunnar sem hann var. En það er ómögulegt að meta hver áhrifin eru á leikmennina og úrslitin. Það síðasta sem ég myndi gera er að nota þetta sem afsökun, einfaldlega því ég veit ekki áhrifin. Ég veit að við söknum hans sem leikmanns, og sem manneskju en ég veit ekki hvaða áhrif það hefur á frammistöðu okkar og úrslit. Við munum aldrei nota það sem afsökun.“
Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira