Fótbolti

McTominay hoppaði hærra en Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott McTominay skorar hér markið sitt á móti Dönum.
Scott McTominay skorar hér markið sitt á móti Dönum. Getty/Craig Williamson

Scott McTominay skoraði magnað mark með hjólhestaspyrnu þegar Skotar unnu Dani í undankeppni HM í vikunni og tryggðu sig inn á heimsmeistaramótið næsta sumar. Þegar menn fóru að mæla spyrnuna komu athyglisverðir hlutir í ljós.

Eitt frægasta mark Cristiano Ronaldo er hjólhestaspyrna hans á móti Juventus með Real Madrid í Meistaradeildinni árið 2018.

Ronaldo sparkaði þá boltanum í markið úr 2,38 metra hæð og var álitinn eiga metið.

Andrea Barzagli, varnarmaður Juventus, kallaði markið meðal annars PlayStation-mark.

McTominay hoppaði hins vegar hærra en Ronaldo þegar hann skoraði á móti Dönum.

Hann mældist hafa sparkað boltanum í netið úr 2,51 metra hæð.

Ótrúlegt mark og hann kom Skotum í 1-0 í leik sem þeir unnu að vinna.

McTominay hefur gert magnaða hluti með skoska landsliðinu og magnaða hluti með Napoli síðan Manchester United ákvað að selja hann.

Markið á móti Dönum var hans þrettánda fyrir skoska landsliðið á síðustu þremur árum og alls það fjórtánda í 66 landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×