Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 12:03 Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun