Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 09:28 Heimir Hallgrímsson ræðir málin við Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Getty/Michael P Ryan Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta, var mættur í Bítið á Bylgjunni í morgun og veitti þar sitt fyrsta viðtal á Íslandi eftir magnaðan árangur írska landsliðsins undir hans stjórn. Írar unnu þrjá síðustu leiki sína í undankeppni HM, þar af þá tvo síðustu á móti Portúgal og Ungverjalandi, og tryggðu sér sæti í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. Útlitið var ekki bjart fyrir lokakafla undankeppninnar og mikil umræða í írskum fjölmiðlum um að það ætti jafnvel að reka Heimi en nú eftir þrjá sigurleiki í röð er Heimir orðinn þjóðhetja á Írlandi. Heimir Hallgrímsson kátur í leikslok í Búdapest.Getty/Stephen McCarthy Sigmar Vilhjálmsson og Lilja Katrín Gunnarsdóttir ræddu við Heimi um ævintýri helgarinnar. Var orðinn pirraður Lilja Katrín spurði Heimi út í það hvernig væri að upplifa þessar dramatísku síðustu mínútur leiksins þegar Ungverjar voru að reyna að tefja leikinn. „Maður var bara pirraður yfir því að þeir voru að eyða tímanum. En svo auðvitað kom það bara í bakið á þeim í lokin því að þeir höfðu nánast engan tíma til að jafna eftir að við skoruðum. Vitandi það, þetta var bara okkar eini séns, þannig að það var ekkert nema eitt í huganum, bara halda áfram. Reyna og reyna og reyna. Stundum heppnast það eins og núna, en oftast þá heppnast það ekki,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en hvernig voru taugarnar á hliðarlínunni? Litum á hvern annan og brostum „Þær voru bara ágætar og við vorum vel undirbúnir fyrir það hvað við ætluðum að gera ef að þessi staða kæmi upp. Við í þjálfarateyminu vorum búnir að tala um það deginum áður. Hvaða skiptingu við myndum gera og svo framvegis. Þannig að við vorum í raun bara búin að gera það sem við gátum. Þetta var bara ekki svona eitthvað. Þess vegna var þetta bara svo fallegt þegar þetta heppnaðist, þannig að við litum svona á hvern annan og brostum bara,“ sagði Heimir. Heimir og Caomin Kelleher, markvörður írska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn.Getty/ Stephen McCarthy/ Sigmar spurði Heimi út í fas hans á hliðarlínunni en Írum þykir hann vera mjög rólegur. „Þú ert nú kallaður svona bara rólegasti þjálfarinn og varst á tímabili svolítið gagnrýndur fyrir þetta í írskum miðlum, að þú værir svona meiri áhorfandi frekar en að vera þjálfarinn,“ sagði Sigmar. Það fannst þeim líklega eitthvað niðurlægjandi „Ég hef einhvern veginn ekkert verið mikið í einhverjum öskurleikjum eða þvíumlíkt. Ég var náttúrulega bara gagnrýndur fyrir að enginn þekkti mig þegar ég kom þangað. Enginn vissi hver þessi maður var og hvað þá þá einhver Íslendingur að fara að gera eitthvað fyrir Írland. Það fannst þeim líklega vera eitthvað niðurlægjandi,“ sagði Heimir. „Auðvitað eru margir af bestu knattspyrnumönnum, jafnvel í heimi, sem koma frá Írlandi, þannig að auðvitað hljómar þetta svolítið svona öfugt að fá einhvern Íslending til þess að reyna að bæta upp fyrir þau ár eða áratugi sem að Írland hefur ekkert getað neitt í fótbolta. Þeim fannst það eitthvað skrýtið og ég skil það bara alveg þannig,“ sagði Heimir. Auðvitað sárt þegar þeir tala illa um mann „Þannig að ég tók það ekkert mjög nærri mér, en auðvitað er það sárt þegar þeir tala illa um mann og allt það, en ég fylgist mjög lítið með umræðunni. Ég er ekki á samfélagsmiðlum eða neitt svoleiðis, þannig að ég svona slapp örugglega við það ljótasta,“ sagði Heimir en synirnir hafa þó látið hann vita af ýmsu sem kemur þar fram. Írar fögnuðu þessum úrslitum gríðarlega út um allan heim enda mikið stemningsfólk. Bítisfólk vildi fá að vita: Hvernig var sigrinum á Ungverjum fagnað? Stuðningurinn við írska landsliðið hefur ávallt verið til staðar en er að aukast til muna um þessar mundirGetty Írar eru mjög stoltir „Það voru líklega seldir einhverjir Guinness-bjórar þetta kvöld,“ sagði Heimir léttur. „Synirnir eru alltaf að senda vídeó af einhverjum pöbbum þar sem fólk var. Það var komið úr ofan, það var allt orðið vitlaust, sjónvörpin duttu af veggjunum og eitthvað svona. Þetta skiptir miklu máli. Írar eru mjög stoltir og ekkert ósvipaðir okkur. Þeir eru glaðir, syngja mikið og þegar þeir skemmta sér, þá skemmta þeir sér. Það er ekkert svona, það er ekkert hérna eitthvert hálfkák í því,“ sagði Heimir. Cristiano Ronaldo átti samskipti við Heimi Hallgrímsson eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið.Getty/Michael P Ryan Sigmar spurði Heimi líka út í samskiptin við Cristiano Ronaldo sem fékk rauða spjaldið á móti Írum en þeir létu einhver orð falla þegar Ronaldo gekk af velli. „Hann er klókur og er ekkert að byrja í þessum leik. Það var engin vanvirðing af hans hálfu við mig. Hann spurði mig hvort ég væri ánægður með þetta. Ég setti auðvitað pressu á hann og dómarann,“ sagði Heimir. „Mér fannst hann stjórna fyrir leiknum sem við töpuðum 1-0 í Portúgal. Hann er bara af þeirri stærðargráðu að ef hann segir eitthvað, þá hlustar fólk og hann stjórnaði ekki bara dómaranum í leiknum úti, heldur bara öllu fólkinu. Það var náttúrulega stútfullur völlur í Lissabon. Og þegar að hann lyfti höndum, þá kom fólkið með og þess vegna fannst mér hann vera svolítið svona leikstjóri þarna,“ sagði Heimir. Hann vildi líka passa upp á það að Írarnir væru að styðja hans lið en ekki bara að dást að Ronaldo. Ronaldo óskaði honum til hamingju „Auðvitað koma Írar líka á leikinn til að sjá Ronaldo, en ég vildi auðvitað fá þá til að styðja lið sitt. Hann var spurður um þetta á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sagði hann að, að ég væri klókur væri að reyna að setja pressu á dómarann. Eftir leikinn þegar hann var rekinn út af og þá, þá spurði hann mig bara hvort ég væri ánægður með þetta og ég sagði ég væri himinlifandi með að besti leikmaðurinn væri farinn út af,“ sagði Heimir. „Ég ætla bara að hrósa honum vegna þess að hann sagði bara: „Til hamingju með þetta.“ Auðvitað var hann mest svekktur út í sjálfan sig. Það kom mér ekkert við það sem hann gerði og ég ætla ekkert að tengja mig við það. En, það bara gekk lítið upp hjá honum í þessum leik og það pirraði alla, ekki bara hann,“ sagði Heimir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Tveir tímar af viðtölum eftir leik Heimir flaug bara heim daginn eftir en fór ekki til Írlands. Áður en kom að því tók við mikil vinna að sinna fjölmiðlum. „Það eru bara reglur fyrir okkur þjálfarana og við þurfum náttúrulega bara að að fæða fjölmiðla. Það fer bara ferli í gang og ætli það hafi verið svona tveggja klukkutíma vinna bara fyrir mig. Það eru bara ákveðnir blaðamannafundir og svo eru Írar með blaðamannafundi eftir blaðamannafund fyrir pappírsmiðlana, fyrir blöðin. Svo kemur annar blaðamannafundur eftir það fyrir sunnudagsmiðlana. Þannig að það er svona löng vinna eftir leiki og maður missir kannski af mestu fagnaðarlátunum sem þjálfari,“ sagði Heimir. Hann sagðist þess vegna vera búinn að fá nóg af viðtölum í bili og svaraði ekki íslensku fjölmiðlunum sem vildu einnig fá viðtal. Þetta var hans fyrsta viðtal á Íslandi,. Vildi bara komast til fólksins síns í Eyjum „Við Gummi Hreiðars flugum bara heim. Það er ekkert gaman á þessum tímapunkti að vera þarna úti og geta ekki farið neitt. Þannig að þá kemur maður bara til Vestmannaeyja til fólksins síns. Þar er gott að vera. Ég er að fara aftur núna út á dráttinn,“ sagði Heimir en dregið er í umspilið á morgun. Það hefur verið skrifað mikið um Heimi á Írlandi en hann er ekki mikið að fylgjast með því. „Það er erfitt að fara að lesa allt það sem er skrifað, og sérstaklega núna. Ég hef alltaf passað mig á því, bara vera ekkert að láta það hafa áhrif á mig hvað öðrum finnst. Ég reyni bara að gera það sem ég held að sé rétt. Maður vill ekki vera poppúlisti. Ef einhver segir eitthvað, þá fer maður að gera þetta í dag og svo hitt á morgun, bara af því að einhverjum finnst eitthvað. Heldur reyni ég að halda mig við það sem ég held að sé best,“ sagði Heimir. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira
Írar unnu þrjá síðustu leiki sína í undankeppni HM, þar af þá tvo síðustu á móti Portúgal og Ungverjalandi, og tryggðu sér sæti í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. Útlitið var ekki bjart fyrir lokakafla undankeppninnar og mikil umræða í írskum fjölmiðlum um að það ætti jafnvel að reka Heimi en nú eftir þrjá sigurleiki í röð er Heimir orðinn þjóðhetja á Írlandi. Heimir Hallgrímsson kátur í leikslok í Búdapest.Getty/Stephen McCarthy Sigmar Vilhjálmsson og Lilja Katrín Gunnarsdóttir ræddu við Heimi um ævintýri helgarinnar. Var orðinn pirraður Lilja Katrín spurði Heimi út í það hvernig væri að upplifa þessar dramatísku síðustu mínútur leiksins þegar Ungverjar voru að reyna að tefja leikinn. „Maður var bara pirraður yfir því að þeir voru að eyða tímanum. En svo auðvitað kom það bara í bakið á þeim í lokin því að þeir höfðu nánast engan tíma til að jafna eftir að við skoruðum. Vitandi það, þetta var bara okkar eini séns, þannig að það var ekkert nema eitt í huganum, bara halda áfram. Reyna og reyna og reyna. Stundum heppnast það eins og núna, en oftast þá heppnast það ekki,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en hvernig voru taugarnar á hliðarlínunni? Litum á hvern annan og brostum „Þær voru bara ágætar og við vorum vel undirbúnir fyrir það hvað við ætluðum að gera ef að þessi staða kæmi upp. Við í þjálfarateyminu vorum búnir að tala um það deginum áður. Hvaða skiptingu við myndum gera og svo framvegis. Þannig að við vorum í raun bara búin að gera það sem við gátum. Þetta var bara ekki svona eitthvað. Þess vegna var þetta bara svo fallegt þegar þetta heppnaðist, þannig að við litum svona á hvern annan og brostum bara,“ sagði Heimir. Heimir og Caomin Kelleher, markvörður írska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn.Getty/ Stephen McCarthy/ Sigmar spurði Heimi út í fas hans á hliðarlínunni en Írum þykir hann vera mjög rólegur. „Þú ert nú kallaður svona bara rólegasti þjálfarinn og varst á tímabili svolítið gagnrýndur fyrir þetta í írskum miðlum, að þú værir svona meiri áhorfandi frekar en að vera þjálfarinn,“ sagði Sigmar. Það fannst þeim líklega eitthvað niðurlægjandi „Ég hef einhvern veginn ekkert verið mikið í einhverjum öskurleikjum eða þvíumlíkt. Ég var náttúrulega bara gagnrýndur fyrir að enginn þekkti mig þegar ég kom þangað. Enginn vissi hver þessi maður var og hvað þá þá einhver Íslendingur að fara að gera eitthvað fyrir Írland. Það fannst þeim líklega vera eitthvað niðurlægjandi,“ sagði Heimir. „Auðvitað eru margir af bestu knattspyrnumönnum, jafnvel í heimi, sem koma frá Írlandi, þannig að auðvitað hljómar þetta svolítið svona öfugt að fá einhvern Íslending til þess að reyna að bæta upp fyrir þau ár eða áratugi sem að Írland hefur ekkert getað neitt í fótbolta. Þeim fannst það eitthvað skrýtið og ég skil það bara alveg þannig,“ sagði Heimir. Auðvitað sárt þegar þeir tala illa um mann „Þannig að ég tók það ekkert mjög nærri mér, en auðvitað er það sárt þegar þeir tala illa um mann og allt það, en ég fylgist mjög lítið með umræðunni. Ég er ekki á samfélagsmiðlum eða neitt svoleiðis, þannig að ég svona slapp örugglega við það ljótasta,“ sagði Heimir en synirnir hafa þó látið hann vita af ýmsu sem kemur þar fram. Írar fögnuðu þessum úrslitum gríðarlega út um allan heim enda mikið stemningsfólk. Bítisfólk vildi fá að vita: Hvernig var sigrinum á Ungverjum fagnað? Stuðningurinn við írska landsliðið hefur ávallt verið til staðar en er að aukast til muna um þessar mundirGetty Írar eru mjög stoltir „Það voru líklega seldir einhverjir Guinness-bjórar þetta kvöld,“ sagði Heimir léttur. „Synirnir eru alltaf að senda vídeó af einhverjum pöbbum þar sem fólk var. Það var komið úr ofan, það var allt orðið vitlaust, sjónvörpin duttu af veggjunum og eitthvað svona. Þetta skiptir miklu máli. Írar eru mjög stoltir og ekkert ósvipaðir okkur. Þeir eru glaðir, syngja mikið og þegar þeir skemmta sér, þá skemmta þeir sér. Það er ekkert svona, það er ekkert hérna eitthvert hálfkák í því,“ sagði Heimir. Cristiano Ronaldo átti samskipti við Heimi Hallgrímsson eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið.Getty/Michael P Ryan Sigmar spurði Heimi líka út í samskiptin við Cristiano Ronaldo sem fékk rauða spjaldið á móti Írum en þeir létu einhver orð falla þegar Ronaldo gekk af velli. „Hann er klókur og er ekkert að byrja í þessum leik. Það var engin vanvirðing af hans hálfu við mig. Hann spurði mig hvort ég væri ánægður með þetta. Ég setti auðvitað pressu á hann og dómarann,“ sagði Heimir. „Mér fannst hann stjórna fyrir leiknum sem við töpuðum 1-0 í Portúgal. Hann er bara af þeirri stærðargráðu að ef hann segir eitthvað, þá hlustar fólk og hann stjórnaði ekki bara dómaranum í leiknum úti, heldur bara öllu fólkinu. Það var náttúrulega stútfullur völlur í Lissabon. Og þegar að hann lyfti höndum, þá kom fólkið með og þess vegna fannst mér hann vera svolítið svona leikstjóri þarna,“ sagði Heimir. Hann vildi líka passa upp á það að Írarnir væru að styðja hans lið en ekki bara að dást að Ronaldo. Ronaldo óskaði honum til hamingju „Auðvitað koma Írar líka á leikinn til að sjá Ronaldo, en ég vildi auðvitað fá þá til að styðja lið sitt. Hann var spurður um þetta á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sagði hann að, að ég væri klókur væri að reyna að setja pressu á dómarann. Eftir leikinn þegar hann var rekinn út af og þá, þá spurði hann mig bara hvort ég væri ánægður með þetta og ég sagði ég væri himinlifandi með að besti leikmaðurinn væri farinn út af,“ sagði Heimir. „Ég ætla bara að hrósa honum vegna þess að hann sagði bara: „Til hamingju með þetta.“ Auðvitað var hann mest svekktur út í sjálfan sig. Það kom mér ekkert við það sem hann gerði og ég ætla ekkert að tengja mig við það. En, það bara gekk lítið upp hjá honum í þessum leik og það pirraði alla, ekki bara hann,“ sagði Heimir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Tveir tímar af viðtölum eftir leik Heimir flaug bara heim daginn eftir en fór ekki til Írlands. Áður en kom að því tók við mikil vinna að sinna fjölmiðlum. „Það eru bara reglur fyrir okkur þjálfarana og við þurfum náttúrulega bara að að fæða fjölmiðla. Það fer bara ferli í gang og ætli það hafi verið svona tveggja klukkutíma vinna bara fyrir mig. Það eru bara ákveðnir blaðamannafundir og svo eru Írar með blaðamannafundi eftir blaðamannafund fyrir pappírsmiðlana, fyrir blöðin. Svo kemur annar blaðamannafundur eftir það fyrir sunnudagsmiðlana. Þannig að það er svona löng vinna eftir leiki og maður missir kannski af mestu fagnaðarlátunum sem þjálfari,“ sagði Heimir. Hann sagðist þess vegna vera búinn að fá nóg af viðtölum í bili og svaraði ekki íslensku fjölmiðlunum sem vildu einnig fá viðtal. Þetta var hans fyrsta viðtal á Íslandi,. Vildi bara komast til fólksins síns í Eyjum „Við Gummi Hreiðars flugum bara heim. Það er ekkert gaman á þessum tímapunkti að vera þarna úti og geta ekki farið neitt. Þannig að þá kemur maður bara til Vestmannaeyja til fólksins síns. Þar er gott að vera. Ég er að fara aftur núna út á dráttinn,“ sagði Heimir en dregið er í umspilið á morgun. Það hefur verið skrifað mikið um Heimi á Írlandi en hann er ekki mikið að fylgjast með því. „Það er erfitt að fara að lesa allt það sem er skrifað, og sérstaklega núna. Ég hef alltaf passað mig á því, bara vera ekkert að láta það hafa áhrif á mig hvað öðrum finnst. Ég reyni bara að gera það sem ég held að sé rétt. Maður vill ekki vera poppúlisti. Ef einhver segir eitthvað, þá fer maður að gera þetta í dag og svo hitt á morgun, bara af því að einhverjum finnst eitthvað. Heldur reyni ég að halda mig við það sem ég held að sé best,“ sagði Heimir. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira