Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 09:00 Íslensku landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon, Guðlaugur Victor Pálsson og Ísak Bergmann Jóhannesson horfa á eftir boltanum í íslenska markið í leiknum á móti Úkraínu. Getty/Oksana Vasylieva Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er einn þeirra sem fóru að leita skýringa eftir tap íslenska karlalandsliðsins á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um laus sæti á HM. Íslenska liðinu nægði jafntefli í leiknum í Póllandi en tapaði 2-0 eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á lokakafla leiksins. Sigurður Ragnar lagðist yfir úrslit í leikjum karlalandsliðsins síðustu sex ár og skoðaði sérstaklega gengi liðsins í seinni leiknum í tvíhöfða, það er þegar liðið spilar tvo leiki á nokkrum dögum í sama landsliðsglugga. Sú tölfræði er sláandi eins og Sigurður Ragnar kemst sjálfur að orði og má taka undir það. Setti fram vangaveltur sínar Sigurður Ragnar fann 26 svokallaða seinni leiki á þessum tíma og íslenska liðið vann aðeins fimm þeirra. Þar með er ekki öll sagan sögð. „Fjórir af þessum fimm sigrum sem við vinnum í þessum leikjum eru á móti Liechtenstein, sem er held ég fimmta lélegasta landslið í heimi,“ sagði Sigurður Ragnar í myndbandi sem hann setti með vangaveltum sínum um þessa slöku tölfræði íslensku strákanna í seinni leik í tvíhöfða. Þegar þessir fjórir sigurleikir og 19-1 í markatölu úr leikjum við Liechtenstein eru teknir út úr menginu blasir blákaldur veruleikinn við. Einn sigur í 22 leikjum Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið einn af þessum 22 seinni leikjum og markatalan er hræðileg eða 18-54. Sigurður Ragnar vísar líka í áhugaverða og viðamikla rannsókn sem Raymond Verheyen gerði út frá þessari pælingu. „Hann stúderaði hvaða áhrif þetta hefur á úrslit. Og hann tók 26.000 leiki yfir 10-11 ára tímabil. Hann skoðaði allar bestu deildirnar í Evrópu, Meistaradeildina og Evrópukeppnina yfir tíu til ellefu ára tímabil og fann út hvaða áhrif minni hvíld hefur á úrslit leikja og fjölda marka sem eru skoruð á síðasta hálftíma í leikjum og hversu mörg mörk þú færð á þig í leikjum,“ sagði Sigurður Ragnar. Kláruðu okkur í lokin „Við sjáum svo Úkraínuleikinn þar sem að Úkraína gerði átta breytingar á byrjunarliðinu sínu meðan Ísland gerði þrjár. Úkraína skipti fimm mönnum inn á í leiknum á meðan Ísland skipti inn þremur. Þannig að það má segja að Úkraínumenn hafi kannski verið frískari í leiknum og unnu hann síðan á síðasta hálftímanum þegar mögulega kom þreyta í íslenska liðið,“ sagði Sigurður Ragnar. „Mér finnst þetta sláandi að við séum að spila 22 leiki, ef þú tekur burtu þessa Liechtenstein-leiki, að við séum bara búin að vinna einn þeirra, gera fjögur jafntefli og tapa sautján,“ sagði Sigurður Ragnar. „Þannig að ég held að það sé þess virði að skoða vel hvernig „recovery“ er háttað hjá landsliðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. „Fullt af þessum leikjum voru náttúrulega á móti erfiðum mótherjum, en ekkert allir leikirnir. Af hverju er ekki að takast nægilega nógu vel síðastliðin sex ár að vinna seinni leikina?“ spurði Sigurður Ragnar og kallaði eftir umræðu en sjá má myndbandið hans hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Íslenska liðinu nægði jafntefli í leiknum í Póllandi en tapaði 2-0 eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á lokakafla leiksins. Sigurður Ragnar lagðist yfir úrslit í leikjum karlalandsliðsins síðustu sex ár og skoðaði sérstaklega gengi liðsins í seinni leiknum í tvíhöfða, það er þegar liðið spilar tvo leiki á nokkrum dögum í sama landsliðsglugga. Sú tölfræði er sláandi eins og Sigurður Ragnar kemst sjálfur að orði og má taka undir það. Setti fram vangaveltur sínar Sigurður Ragnar fann 26 svokallaða seinni leiki á þessum tíma og íslenska liðið vann aðeins fimm þeirra. Þar með er ekki öll sagan sögð. „Fjórir af þessum fimm sigrum sem við vinnum í þessum leikjum eru á móti Liechtenstein, sem er held ég fimmta lélegasta landslið í heimi,“ sagði Sigurður Ragnar í myndbandi sem hann setti með vangaveltum sínum um þessa slöku tölfræði íslensku strákanna í seinni leik í tvíhöfða. Þegar þessir fjórir sigurleikir og 19-1 í markatölu úr leikjum við Liechtenstein eru teknir út úr menginu blasir blákaldur veruleikinn við. Einn sigur í 22 leikjum Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið einn af þessum 22 seinni leikjum og markatalan er hræðileg eða 18-54. Sigurður Ragnar vísar líka í áhugaverða og viðamikla rannsókn sem Raymond Verheyen gerði út frá þessari pælingu. „Hann stúderaði hvaða áhrif þetta hefur á úrslit. Og hann tók 26.000 leiki yfir 10-11 ára tímabil. Hann skoðaði allar bestu deildirnar í Evrópu, Meistaradeildina og Evrópukeppnina yfir tíu til ellefu ára tímabil og fann út hvaða áhrif minni hvíld hefur á úrslit leikja og fjölda marka sem eru skoruð á síðasta hálftíma í leikjum og hversu mörg mörk þú færð á þig í leikjum,“ sagði Sigurður Ragnar. Kláruðu okkur í lokin „Við sjáum svo Úkraínuleikinn þar sem að Úkraína gerði átta breytingar á byrjunarliðinu sínu meðan Ísland gerði þrjár. Úkraína skipti fimm mönnum inn á í leiknum á meðan Ísland skipti inn þremur. Þannig að það má segja að Úkraínumenn hafi kannski verið frískari í leiknum og unnu hann síðan á síðasta hálftímanum þegar mögulega kom þreyta í íslenska liðið,“ sagði Sigurður Ragnar. „Mér finnst þetta sláandi að við séum að spila 22 leiki, ef þú tekur burtu þessa Liechtenstein-leiki, að við séum bara búin að vinna einn þeirra, gera fjögur jafntefli og tapa sautján,“ sagði Sigurður Ragnar. „Þannig að ég held að það sé þess virði að skoða vel hvernig „recovery“ er háttað hjá landsliðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. „Fullt af þessum leikjum voru náttúrulega á móti erfiðum mótherjum, en ekkert allir leikirnir. Af hverju er ekki að takast nægilega nógu vel síðastliðin sex ár að vinna seinni leikina?“ spurði Sigurður Ragnar og kallaði eftir umræðu en sjá má myndbandið hans hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira