Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 09:00 Íslensku landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon, Guðlaugur Victor Pálsson og Ísak Bergmann Jóhannesson horfa á eftir boltanum í íslenska markið í leiknum á móti Úkraínu. Getty/Oksana Vasylieva Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er einn þeirra sem fóru að leita skýringa eftir tap íslenska karlalandsliðsins á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um laus sæti á HM. Íslenska liðinu nægði jafntefli í leiknum í Póllandi en tapaði 2-0 eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á lokakafla leiksins. Sigurður Ragnar lagðist yfir úrslit í leikjum karlalandsliðsins síðustu sex ár og skoðaði sérstaklega gengi liðsins í seinni leiknum í tvíhöfða, það er þegar liðið spilar tvo leiki á nokkrum dögum í sama landsliðsglugga. Sú tölfræði er sláandi eins og Sigurður Ragnar kemst sjálfur að orði og má taka undir það. Setti fram vangaveltur sínar Sigurður Ragnar fann 26 svokallaða seinni leiki á þessum tíma og íslenska liðið vann aðeins fimm þeirra. Þar með er ekki öll sagan sögð. „Fjórir af þessum fimm sigrum sem við vinnum í þessum leikjum eru á móti Liechtenstein, sem er held ég fimmta lélegasta landslið í heimi,“ sagði Sigurður Ragnar í myndbandi sem hann setti með vangaveltum sínum um þessa slöku tölfræði íslensku strákanna í seinni leik í tvíhöfða. Þegar þessir fjórir sigurleikir og 19-1 í markatölu úr leikjum við Liechtenstein eru teknir út úr menginu blasir blákaldur veruleikinn við. Einn sigur í 22 leikjum Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið einn af þessum 22 seinni leikjum og markatalan er hræðileg eða 18-54. Sigurður Ragnar vísar líka í áhugaverða og viðamikla rannsókn sem Raymond Verheyen gerði út frá þessari pælingu. „Hann stúderaði hvaða áhrif þetta hefur á úrslit. Og hann tók 26.000 leiki yfir 10-11 ára tímabil. Hann skoðaði allar bestu deildirnar í Evrópu, Meistaradeildina og Evrópukeppnina yfir tíu til ellefu ára tímabil og fann út hvaða áhrif minni hvíld hefur á úrslit leikja og fjölda marka sem eru skoruð á síðasta hálftíma í leikjum og hversu mörg mörk þú færð á þig í leikjum,“ sagði Sigurður Ragnar. Kláruðu okkur í lokin „Við sjáum svo Úkraínuleikinn þar sem að Úkraína gerði átta breytingar á byrjunarliðinu sínu meðan Ísland gerði þrjár. Úkraína skipti fimm mönnum inn á í leiknum á meðan Ísland skipti inn þremur. Þannig að það má segja að Úkraínumenn hafi kannski verið frískari í leiknum og unnu hann síðan á síðasta hálftímanum þegar mögulega kom þreyta í íslenska liðið,“ sagði Sigurður Ragnar. „Mér finnst þetta sláandi að við séum að spila 22 leiki, ef þú tekur burtu þessa Liechtenstein-leiki, að við séum bara búin að vinna einn þeirra, gera fjögur jafntefli og tapa sautján,“ sagði Sigurður Ragnar. „Þannig að ég held að það sé þess virði að skoða vel hvernig „recovery“ er háttað hjá landsliðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. „Fullt af þessum leikjum voru náttúrulega á móti erfiðum mótherjum, en ekkert allir leikirnir. Af hverju er ekki að takast nægilega nógu vel síðastliðin sex ár að vinna seinni leikina?“ spurði Sigurður Ragnar og kallaði eftir umræðu en sjá má myndbandið hans hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
Íslenska liðinu nægði jafntefli í leiknum í Póllandi en tapaði 2-0 eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á lokakafla leiksins. Sigurður Ragnar lagðist yfir úrslit í leikjum karlalandsliðsins síðustu sex ár og skoðaði sérstaklega gengi liðsins í seinni leiknum í tvíhöfða, það er þegar liðið spilar tvo leiki á nokkrum dögum í sama landsliðsglugga. Sú tölfræði er sláandi eins og Sigurður Ragnar kemst sjálfur að orði og má taka undir það. Setti fram vangaveltur sínar Sigurður Ragnar fann 26 svokallaða seinni leiki á þessum tíma og íslenska liðið vann aðeins fimm þeirra. Þar með er ekki öll sagan sögð. „Fjórir af þessum fimm sigrum sem við vinnum í þessum leikjum eru á móti Liechtenstein, sem er held ég fimmta lélegasta landslið í heimi,“ sagði Sigurður Ragnar í myndbandi sem hann setti með vangaveltum sínum um þessa slöku tölfræði íslensku strákanna í seinni leik í tvíhöfða. Þegar þessir fjórir sigurleikir og 19-1 í markatölu úr leikjum við Liechtenstein eru teknir út úr menginu blasir blákaldur veruleikinn við. Einn sigur í 22 leikjum Íslenska landsliðið hefur aðeins unnið einn af þessum 22 seinni leikjum og markatalan er hræðileg eða 18-54. Sigurður Ragnar vísar líka í áhugaverða og viðamikla rannsókn sem Raymond Verheyen gerði út frá þessari pælingu. „Hann stúderaði hvaða áhrif þetta hefur á úrslit. Og hann tók 26.000 leiki yfir 10-11 ára tímabil. Hann skoðaði allar bestu deildirnar í Evrópu, Meistaradeildina og Evrópukeppnina yfir tíu til ellefu ára tímabil og fann út hvaða áhrif minni hvíld hefur á úrslit leikja og fjölda marka sem eru skoruð á síðasta hálftíma í leikjum og hversu mörg mörk þú færð á þig í leikjum,“ sagði Sigurður Ragnar. Kláruðu okkur í lokin „Við sjáum svo Úkraínuleikinn þar sem að Úkraína gerði átta breytingar á byrjunarliðinu sínu meðan Ísland gerði þrjár. Úkraína skipti fimm mönnum inn á í leiknum á meðan Ísland skipti inn þremur. Þannig að það má segja að Úkraínumenn hafi kannski verið frískari í leiknum og unnu hann síðan á síðasta hálftímanum þegar mögulega kom þreyta í íslenska liðið,“ sagði Sigurður Ragnar. „Mér finnst þetta sláandi að við séum að spila 22 leiki, ef þú tekur burtu þessa Liechtenstein-leiki, að við séum bara búin að vinna einn þeirra, gera fjögur jafntefli og tapa sautján,“ sagði Sigurður Ragnar. „Þannig að ég held að það sé þess virði að skoða vel hvernig „recovery“ er háttað hjá landsliðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. „Fullt af þessum leikjum voru náttúrulega á móti erfiðum mótherjum, en ekkert allir leikirnir. Af hverju er ekki að takast nægilega nógu vel síðastliðin sex ár að vinna seinni leikina?“ spurði Sigurður Ragnar og kallaði eftir umræðu en sjá má myndbandið hans hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira