Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 07:47 Anthony Joshua mun líklega þéna meira en sex milljarða króna á þessum eina bardaga. Getty/Dave Benett Hnefaleikasérfræðingurinn Steve Bunce segir að Anthony Joshua hafi hreinlega fengið tilboð sem hann gat einfaldlega ekki hafnað þegar hann samþykkti að berjast við Jake Paul. Joshua er fyrrverandi tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt en hann mun mæta YouTube-stjörnunni og hnefaleikakappanum Paul í Kaseya Center í Miami þann 19. desember næstkomandi. Bardaginn mun samanstanda af átta þriggja mínútna lotum og báðir keppendur munu nota hefðbundna tíu únsu hanska. Hinn 36 ára gamli Joshua vó yfir 113 kíló í síðustu þremur bardögum sínum en verður að vera 111 kílóum fyrir þennan bardaga. AJ given offer he simply couldn't refuse - Bunce https://t.co/fZhZsyyRB3— BBC News (UK) (@BBCNews) November 17, 2025 Bunce sagði samt að bardaginn væri „fáránlegur“ og að hinn 28 ára gamli Bandaríkjamaður Paul væri ekkert annað en „nýliði“, en bætti við að hann skildi fjárhagslega aðdráttaraflið fyrir Joshua, sem er sagður munu þéna fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða meira en 6,3 milljarða íslenskra króna. „Í nóvember síðastliðnum barðist Jake Paul við Mike Tyson og sló næstum heimsmet í áhorfi,“ sagði Bunce við BBC Radio 5 Live. „Það var fáránlegur fjöldi, eitthvað um 300 milljónir manna, sem horfði á mismunandi rásir og þeir fengu greitt eitthvað í líkingu við það í dölum líka. Það er ástæðan fyrir því að þessi bardagi fer fram, höfum það á hreinu. AJ hefur fengið tilboð sem hann gat einfaldlega ekki hafnað og hann hefur samþykkt það,“ sagði Bunce „Ef AJ fær jafn ríkulega borgað og okkur er sagt, og höfum í huga að hann vinnur mikið fyrir samfélagið með stofnun sinni, þá hef ég ekkert á móti því að hann fylli vasana sína,“ sagði Bunce. Bunce sagði að Joshua væri enn í viðræðum um að berjast við landa sinn Tyson Fury, en þetta eru eflaust tveir af síðustu bardögunum Anthony Joshua.Getu- og stærðarmunurinn í þessum bardaga ætti að vera mikill. „AJ verður að minnsta kosti fimmtán 15 sentímetrum hærri og hann verður kannski 25 kílóum þyngri. Hann er ólympíumeistari, munum það – við gleymum oft þeirri staðreynd,“ útskýrði Bunce. „Jake Paul er frábær nýliði. Hann er frábær nýliði í þyngdarflokki fyrir neðan, veltivigt, og það er það sem hann er: nýliði. En hann er nýliði sem töfrar fram þessa fáránlegu bardaga,“ sagði Bunce. Box Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Joshua er fyrrverandi tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt en hann mun mæta YouTube-stjörnunni og hnefaleikakappanum Paul í Kaseya Center í Miami þann 19. desember næstkomandi. Bardaginn mun samanstanda af átta þriggja mínútna lotum og báðir keppendur munu nota hefðbundna tíu únsu hanska. Hinn 36 ára gamli Joshua vó yfir 113 kíló í síðustu þremur bardögum sínum en verður að vera 111 kílóum fyrir þennan bardaga. AJ given offer he simply couldn't refuse - Bunce https://t.co/fZhZsyyRB3— BBC News (UK) (@BBCNews) November 17, 2025 Bunce sagði samt að bardaginn væri „fáránlegur“ og að hinn 28 ára gamli Bandaríkjamaður Paul væri ekkert annað en „nýliði“, en bætti við að hann skildi fjárhagslega aðdráttaraflið fyrir Joshua, sem er sagður munu þéna fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða meira en 6,3 milljarða íslenskra króna. „Í nóvember síðastliðnum barðist Jake Paul við Mike Tyson og sló næstum heimsmet í áhorfi,“ sagði Bunce við BBC Radio 5 Live. „Það var fáránlegur fjöldi, eitthvað um 300 milljónir manna, sem horfði á mismunandi rásir og þeir fengu greitt eitthvað í líkingu við það í dölum líka. Það er ástæðan fyrir því að þessi bardagi fer fram, höfum það á hreinu. AJ hefur fengið tilboð sem hann gat einfaldlega ekki hafnað og hann hefur samþykkt það,“ sagði Bunce „Ef AJ fær jafn ríkulega borgað og okkur er sagt, og höfum í huga að hann vinnur mikið fyrir samfélagið með stofnun sinni, þá hef ég ekkert á móti því að hann fylli vasana sína,“ sagði Bunce. Bunce sagði að Joshua væri enn í viðræðum um að berjast við landa sinn Tyson Fury, en þetta eru eflaust tveir af síðustu bardögunum Anthony Joshua.Getu- og stærðarmunurinn í þessum bardaga ætti að vera mikill. „AJ verður að minnsta kosti fimmtán 15 sentímetrum hærri og hann verður kannski 25 kílóum þyngri. Hann er ólympíumeistari, munum það – við gleymum oft þeirri staðreynd,“ útskýrði Bunce. „Jake Paul er frábær nýliði. Hann er frábær nýliði í þyngdarflokki fyrir neðan, veltivigt, og það er það sem hann er: nýliði. En hann er nýliði sem töfrar fram þessa fáránlegu bardaga,“ sagði Bunce.
Box Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira