Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 21:43 Leroy Sané skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja í kvöld. Getty/Gabor Baumgarten Þýskaland og Holland hafa nú bæst í hóp þeirra liða sem spila á HM karla í fótbolta í N-Ameríku næsta sumar. Þau tryggðu sig inn á mótið með látum í kvöld. Þjóðverjar mættu Slóvakíu í úrslitaleik um efsta sæti A-riðils en Slóvakar áttu aldrei neina möguleika í kvöld og steinlágu, 6-0. Newcastle-framherjinn Nick Woltemade skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og staðan var svo orðin 4-0 í hálfleik, eftir að Serge Gnabry skoraði og Florian Wirtz lagði upp tvö mörk fyrir Leroy Sané. Ridle Baku skoraði fimmta markið og hinn 19 ára Assan Ouédraogo skoraði svo í sínum fyrsta A-landsleik, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á, eftir stórkostlegan samleik þýska liðsins. Hollendingar í stuði Holland var með svo góða markatölu á toppi G-riðils að útilokað var að liðið myndi ekki komast beint á HM en það gerði liðið með stæl, með 4-0 sigri gegn Litháen. Cody Gakpo verður á HM næsta sumar. Hér fagnar hann marki sínu gegn Litháen í kvöld, úr vítaspyrnu.Getty/Rene Nijhuis Tijjani Reijnders skoraði eina mark fyrri hálfleiks og á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu Cody Gakpo, Xavi Simons og Donyell Malen hin þrjú mörkin. Pólverjar enduðu í 2. sæti þessa riðils og fara í HM-umspilið, líkt og Slóvakía úr A-riðlinum. Króatar langefstir Í L-riðli hafði Króatía þegar tryggt sér efsta sæti. Liðið lenti 2-0 undir gegn Svartfjallalandi en vann samt 3-2 útisigur, með mörkum frá Ivan Perisic, Kristijan Jakic og Nikola Vlasic. Tékkar enduðu þar í 2. sæti en þeir unnu 6-0 sigur á Gíbraltar í lokaleiknum og enduðu með 16 stig, sex stigum á eftir Króatíu og fjórum á undan Færeyjum sem lengi vel voru í baráttunni um sæti í HM-umspilinu. Sjö Evrópuþjóðir komnar á HM Evrópuþjóðirnar sem nú eru komnar inn á HM eru England, Frakkland, Noregur, Portúgal, Króatía, Holland og Þýskaland. Á morgun bætist Sviss í hópinn, nema liðið tapi með sex marka mun gegn Kósovó, og Spánn nema liðið tapi með sjö marka mun gegn Tyrklandi. Skotland og Danmörk mætast svo í úrslitaleik í C-riðli þar sem Dönum dugar jafntefli. Austurríki og Bosnía mætast í úrslitaleik í H-riðli, þar sem Austurríki dugar jafntefli á heimavelli, og í J-riðli þurfa Belgar bara að vinna Liechtenstein til að tryggja sér efsta sætið, og jafntefli myndi líklega duga þeim. Fjórar Evrópuþjóðir til viðbótar fara svo á HM í gegnum umspilið í lok mars. Dregið verður í riðla á HM þann 5. desember næstkomandi. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Þjóðverjar mættu Slóvakíu í úrslitaleik um efsta sæti A-riðils en Slóvakar áttu aldrei neina möguleika í kvöld og steinlágu, 6-0. Newcastle-framherjinn Nick Woltemade skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og staðan var svo orðin 4-0 í hálfleik, eftir að Serge Gnabry skoraði og Florian Wirtz lagði upp tvö mörk fyrir Leroy Sané. Ridle Baku skoraði fimmta markið og hinn 19 ára Assan Ouédraogo skoraði svo í sínum fyrsta A-landsleik, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á, eftir stórkostlegan samleik þýska liðsins. Hollendingar í stuði Holland var með svo góða markatölu á toppi G-riðils að útilokað var að liðið myndi ekki komast beint á HM en það gerði liðið með stæl, með 4-0 sigri gegn Litháen. Cody Gakpo verður á HM næsta sumar. Hér fagnar hann marki sínu gegn Litháen í kvöld, úr vítaspyrnu.Getty/Rene Nijhuis Tijjani Reijnders skoraði eina mark fyrri hálfleiks og á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu Cody Gakpo, Xavi Simons og Donyell Malen hin þrjú mörkin. Pólverjar enduðu í 2. sæti þessa riðils og fara í HM-umspilið, líkt og Slóvakía úr A-riðlinum. Króatar langefstir Í L-riðli hafði Króatía þegar tryggt sér efsta sæti. Liðið lenti 2-0 undir gegn Svartfjallalandi en vann samt 3-2 útisigur, með mörkum frá Ivan Perisic, Kristijan Jakic og Nikola Vlasic. Tékkar enduðu þar í 2. sæti en þeir unnu 6-0 sigur á Gíbraltar í lokaleiknum og enduðu með 16 stig, sex stigum á eftir Króatíu og fjórum á undan Færeyjum sem lengi vel voru í baráttunni um sæti í HM-umspilinu. Sjö Evrópuþjóðir komnar á HM Evrópuþjóðirnar sem nú eru komnar inn á HM eru England, Frakkland, Noregur, Portúgal, Króatía, Holland og Þýskaland. Á morgun bætist Sviss í hópinn, nema liðið tapi með sex marka mun gegn Kósovó, og Spánn nema liðið tapi með sjö marka mun gegn Tyrklandi. Skotland og Danmörk mætast svo í úrslitaleik í C-riðli þar sem Dönum dugar jafntefli. Austurríki og Bosnía mætast í úrslitaleik í H-riðli, þar sem Austurríki dugar jafntefli á heimavelli, og í J-riðli þurfa Belgar bara að vinna Liechtenstein til að tryggja sér efsta sætið, og jafntefli myndi líklega duga þeim. Fjórar Evrópuþjóðir til viðbótar fara svo á HM í gegnum umspilið í lok mars. Dregið verður í riðla á HM þann 5. desember næstkomandi.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira