Sport

Jake Paul mætir Jos­hua og biður Breta af­sökunar fyrir fram

Aron Guðmundsson skrifar
Jake Paul og Anthony Joshua mætast í hnefaleikahringnum í næsta mánuði
Jake Paul og Anthony Joshua mætast í hnefaleikahringnum í næsta mánuði Vísir/Samsett

Sam­félags­miðla­stjarnan Jake Paul mun mæta fyrr­verandi heims­meistaranum í þunga­vigt, Ant­hony Jos­hua í hnefa­leika­hringnum eftir rúman mánuð.

Frá þessu greindu bæði Jake Paul og Ant­hony Jos­hua fyrr í dag en um er að ræða átta lotu bar­daga sem fer fram á hnefa­leika­kvöldi í Kaseya Center í Flórída þann 19.desember næst­komandi.

Jake Paul, sem öðlaðist á sínum tíma frægð fyrir mynd­bönd sín á YouTu­be, hefur undan­farin ár verið að berjast við hina og þessa inn í hnefa­leika­hringnum og er hægt að telja upp fyrr­verandi MMA bar­daga­menn á borð við Ben Askren, Tyron Woodl­ey og Ander­son Silva yfir í fyrr­verandi heims­meistarann í hnefa­leikum, þá hinn 58 ára gamla Mike Ty­son.

Aldrei hefur Jake Paul þó mætt hnefa­leika­kappa í hringnum sem er með jafn­mikla reynslu og eins góðum stað á sínum ferli og Ant­hony Jos­hua sem hefur unnið 28 bar­daga á sínum at­vinnu­manna­ferli, þar af 25 með rot­höggi.

„Þetta er ekki gervi­greindin að henda fram mögu­legum bar­daga. Þetta er dóms­dagur,“ segir Jake Paul í yfir­lýsingu um bar­dagann. „At­vinnu­manna­bar­dagi í þunga­vigt gegn heims­meistara sem er á hátindi síns ferils. Þegar að ég vinn Ant­hony Jos­hua munu allar efa­semdar­raddir þagna og þá mun enginn geta staðið í vegi fyrir því að ég fái tækifæri til þess að berjast um heims­meistara­titil.“

Þá ávarpar Jake Paul þá sem að eru í nöp við hann.

„Þetta er það sem að þið vilduð. En til allra íbúa Bret­lands­eyja vil ég segja að mér þykir þetta leitt. Föstu­daginn 19.desember í Miami, í beinni út­sendingu á heims­vísu hjá Net­flix, mun nýr kyndil­beri taka við og Golíat Bret­lands mun sofna værum svefni.“

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×