Sakaði mótherjana um að nota vúdú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:30 Malíbúinn Eric Sekou Chelle tók við nígeríska landsliðinu í janúar. Hann skaðaði mótherjana um að nota vúdú eftir að HM-draumurinn dó. EPA/JALAL MORCHIDI/Getty/Giles Clarke Nígeríumenn urðu fyrir miklu áfalli þegar karlalandsliði þjóðarinnar mistókst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum. HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum.
HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira