Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 12:08 Vitor Roque var sjálfur hissa á öllum látunum en slapp á endanum við leikbann. Getty/Richard Callis Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vitor Roque kom sér í vandræði vegna þessa sem hann setti inn á samfélagsmiðla sína en virðist ætla að sleppa með skrekkinn. Roque átti yfir höfði sér tíu leikja bann fyrir að birta mynd af tígrisdýri að éta dádýr eftir leik Palmeiras og São Paulo. Þetta er nú eitthvað sem þekkist nú vel í náttúrunni og sést víða. Vandræðin koma til vegna þess sem myndin táknar. ⚠️ URGENTE!Palmeiras consegue acordo no STJD e evita suspensão de Vitor Roque, que fará post contra homofobia.O Tribunal aceitou a transação disciplinar oferecida pelo departamento jurídico do Verdão, liderado pelo advogado André Sica.Vitor Roque será multado em R$ 80 mil e… pic.twitter.com/nqXRm0kpF2— Planeta do Futebol 🌎 (@futebol_info) November 15, 2025 Orðið yfir dádýr er slangur fyrir „homma“ og níðyrði sem oft er beint að stuðningsmönnum São Paulo. Hann gerðist þarna sekur um hómófóbíu þegar hann reyndi að gera grín að São Paulo á samfélagsmiðlum sínum. „Ég er ekki hræddur. Lögfræðingar Palmeiras vinna í málinu,“ sagði Vitor Roque áður en málið var tekið fyrir. Leikmaðurinn hafði verið kærður samkvæmt grein 243-G, sem fjallar um mismunun og kveður á um fimm til tíu leikja bann. Roque birti mynd sem sýndi tígrisdýr éta dádýr, sem var vísun í gælunafn hans, „Tigrinho“, og hvernig samkynhneigðir eru kallaðir með niðrandi hætti í fótboltaheiminum. Innan við klukkustund eftir óheppilega færslu eyddi leikmaðurinn henni. „Með því að tengja tákn andstæðingsins við mynd af „dádýri“ í háðs- og fyrirlitningartóni, fer það út fyrir mörk íþróttalegs rígs og telst fyrirlitleg og svívirðileg athöfn sem tengist fordómum á grundvelli kyns og kynhneigðar,“ benti ákæruvaldið á í kærunni á sínum tíma. Vitor Roque treysti á lögfræðideild Palmeiras að ná samkomulagi um agaviðurlög sem hún gerði. Leikmaður Palmeiras mun því aðeins fá sekt upp á áttatíu þúsund brasilíska riala, auk þess að þurfa að birta færslu gegn hómófóbíu og hafa hana fasta á Instagram-prófílnum sínum. Sektin er upp á tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Vitor Roque, sem hefur leikið fyrir brasilíska landsliðið, varði sig með því að segja að þetta hafi bara verið grín. „Ég sé ekki ástæðu fyrir leikbanni eins og margir eru að segja. Ég held að fræðandi samtal sé þegar fullgilt. En ég vildi líka segja að þetta var ekkert tengt hómófóbíu. Þetta var bara grín, sem ég birti án illvilja. Ég bið alla afsökunar sem halda annað,“ sagði Roque. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goal) Brasilía Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Roque átti yfir höfði sér tíu leikja bann fyrir að birta mynd af tígrisdýri að éta dádýr eftir leik Palmeiras og São Paulo. Þetta er nú eitthvað sem þekkist nú vel í náttúrunni og sést víða. Vandræðin koma til vegna þess sem myndin táknar. ⚠️ URGENTE!Palmeiras consegue acordo no STJD e evita suspensão de Vitor Roque, que fará post contra homofobia.O Tribunal aceitou a transação disciplinar oferecida pelo departamento jurídico do Verdão, liderado pelo advogado André Sica.Vitor Roque será multado em R$ 80 mil e… pic.twitter.com/nqXRm0kpF2— Planeta do Futebol 🌎 (@futebol_info) November 15, 2025 Orðið yfir dádýr er slangur fyrir „homma“ og níðyrði sem oft er beint að stuðningsmönnum São Paulo. Hann gerðist þarna sekur um hómófóbíu þegar hann reyndi að gera grín að São Paulo á samfélagsmiðlum sínum. „Ég er ekki hræddur. Lögfræðingar Palmeiras vinna í málinu,“ sagði Vitor Roque áður en málið var tekið fyrir. Leikmaðurinn hafði verið kærður samkvæmt grein 243-G, sem fjallar um mismunun og kveður á um fimm til tíu leikja bann. Roque birti mynd sem sýndi tígrisdýr éta dádýr, sem var vísun í gælunafn hans, „Tigrinho“, og hvernig samkynhneigðir eru kallaðir með niðrandi hætti í fótboltaheiminum. Innan við klukkustund eftir óheppilega færslu eyddi leikmaðurinn henni. „Með því að tengja tákn andstæðingsins við mynd af „dádýri“ í háðs- og fyrirlitningartóni, fer það út fyrir mörk íþróttalegs rígs og telst fyrirlitleg og svívirðileg athöfn sem tengist fordómum á grundvelli kyns og kynhneigðar,“ benti ákæruvaldið á í kærunni á sínum tíma. Vitor Roque treysti á lögfræðideild Palmeiras að ná samkomulagi um agaviðurlög sem hún gerði. Leikmaður Palmeiras mun því aðeins fá sekt upp á áttatíu þúsund brasilíska riala, auk þess að þurfa að birta færslu gegn hómófóbíu og hafa hana fasta á Instagram-prófílnum sínum. Sektin er upp á tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Vitor Roque, sem hefur leikið fyrir brasilíska landsliðið, varði sig með því að segja að þetta hafi bara verið grín. „Ég sé ekki ástæðu fyrir leikbanni eins og margir eru að segja. Ég held að fræðandi samtal sé þegar fullgilt. En ég vildi líka segja að þetta var ekkert tengt hómófóbíu. Þetta var bara grín, sem ég birti án illvilja. Ég bið alla afsökunar sem halda annað,“ sagði Roque. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goal)
Brasilía Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira