Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 08:01 Helena Clausen Heiðmundsdóttir fór úr axlarlið stuttu fyrir Norðurlandamótið en náði samt mótinu þar sem Stjarnan vann silfur. @helenaclausenh Það er löngu orðið ljóst að stelpurnar í hópfimleikaliði Stjörnunnar búa yfir þrautseigju og keppnishörku úr efsta flokki. Nú erum við búin að fá annað dæmi um það. Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh) Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh)
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira