Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson fagnar sigri Íra á Ungverjum á Puskás-leikvanginum í gær. Getty/ Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson fagnaði vel í leikslok en var yfirvegaður þegar hann mætti á blaðamannafundinn eftir dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest í gær. Undir hans stjórn gerðu Írar hið ótrúlega, unnu þrjá síðustu leiki sína í riðlinum og tryggðu sér sæti í umspilinu um laust HM-sæti. Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu