„Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 19:50 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, var svekktur að leik loknum. EPA/Piotr Nowak Draumur Íslands um að komast á HM í fótbolta 2026 er úti. Ísland tapaði 2-0 gegn Úkraínu í kvöld og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, að vonum svekktur eftir leik. „Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira